Þjálfari Patriots sagði nei takk þegar Trump bauð honum Frelsisorðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 08:30 Bill Belichick með Donald Trump þegar þáverandi NFL-meistarar New England Patriots heimsóttu Hvíta húsið árið 2017. Getty/Jabin Botsford Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, gaf það út í gær að hann ætli ekki að taka við Frelsisorðu Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Belichick segir ástæðuna vera atburðina í síðustu viku þegar óeirðarseggir úr stuðningssveit Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington DC. Donald Trump hafði tilkynnt það að Belichick myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta áður en Trump lætur af embætti en Bill Belichick og eigandi New England Patriots hafa hingað til verið miklir stuðningsmenn Trump. Það er kannski tákn um stöðu Donald Trump að Belichick skuli nú hafna þessu boði hans og það með því að senda frá sér yfirlýsingu. New England Patriots coach Bill Belichick has announced he will not accept the Presidential Medal of Freedom, saying "remaining true to the people, team and country I love outweigh the benefits of any individual award".— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2021 Í tilkynningunni frá Belichick þá kemur fram að hann sé vissulega hreykinn af því að hafa verið boðið slík viðurkenning enda mikill heiður að komast í hóp með þeim sem hafa fengið Frelsisorðuna í gegnum tíðina. Belichick segist þó ekki ætla að svíkja fólkið, félagið og landið sem hann elski og það vegi meira en einhver einstaklingsverðlaun. „Um fram allt þá er ég bandarískur ríkisborgari sem ber mikla virðingu fyrir gildum, frelsi og lýðræði okkar þjóðar,“ skrifaði Bill Belichick. Meðal þeirra sem hafa fengið Frelsisorðu Bandaríkjaforseta frá Donald Trump er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods. Belichick er 68 ára gamall og var að klára sitt 46. tímabil í NFL-deildinni. Hann hefur undanfarið 21 ár þjálfað lið New England Patriots sem hefur unnið sex meistaratitla undir hans stjórn. NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Belichick segir ástæðuna vera atburðina í síðustu viku þegar óeirðarseggir úr stuðningssveit Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington DC. Donald Trump hafði tilkynnt það að Belichick myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta áður en Trump lætur af embætti en Bill Belichick og eigandi New England Patriots hafa hingað til verið miklir stuðningsmenn Trump. Það er kannski tákn um stöðu Donald Trump að Belichick skuli nú hafna þessu boði hans og það með því að senda frá sér yfirlýsingu. New England Patriots coach Bill Belichick has announced he will not accept the Presidential Medal of Freedom, saying "remaining true to the people, team and country I love outweigh the benefits of any individual award".— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2021 Í tilkynningunni frá Belichick þá kemur fram að hann sé vissulega hreykinn af því að hafa verið boðið slík viðurkenning enda mikill heiður að komast í hóp með þeim sem hafa fengið Frelsisorðuna í gegnum tíðina. Belichick segist þó ekki ætla að svíkja fólkið, félagið og landið sem hann elski og það vegi meira en einhver einstaklingsverðlaun. „Um fram allt þá er ég bandarískur ríkisborgari sem ber mikla virðingu fyrir gildum, frelsi og lýðræði okkar þjóðar,“ skrifaði Bill Belichick. Meðal þeirra sem hafa fengið Frelsisorðu Bandaríkjaforseta frá Donald Trump er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods. Belichick er 68 ára gamall og var að klára sitt 46. tímabil í NFL-deildinni. Hann hefur undanfarið 21 ár þjálfað lið New England Patriots sem hefur unnið sex meistaratitla undir hans stjórn.
NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira