RAX Augnablik: „Við ætluðum aðeins nær en þá kemur elding í vélina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2021 07:01 Ragnar Axelsson segir að það sé mikilvægt að „panikka“ ekki í aðstæðum eins og hann lenti í fyrir ofan gosið í Grímsvötnum árið 2011. Þannig nái hann að halda skýrri hugsun. RAX „Eldgos eru dálítið sérstök á Íslandi. Ég er búin að fara í öll eldgos á Íslandi í fjörutíu ár,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Það verður að teljast skiljanlegt enda náttúruhamfarir oft mikið sjónarspil. „Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Sjá meira
„Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Sjá meira