Sjáðu mörkin úr nær fullkomnum leik Inter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 15:32 Nicolo Barella og Romelu Lukaku eftir að sá fyrrnefndi kom Inter í 2-0 gegn Juventus. getty/Mattia Ozbot Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, sagði að sínir menn hefðu nánast leikið hinn fullkomna leik þegar þeir sigruðu Juventus, 2-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsti sigur Inter í Derby d'Italia, eins og leikirnir gegn Juventus kallast, síðan 2016. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Conte tekst að vinna Juventus á stjóraferlinum. „Að sjálfsögðu var þetta mikilvægur sigur. Það er mikil prófraun að mæta Juventus. Við lékum mjög vel og þegar þú vinnur Juventus hefurðu venjulega spilað nánast hinn fullkomna leik. Ég er mjög ánægður því strákarnir lásu leikinn vel, eins og við höfðum undirbúið okkur fyrir hann,“ sagði Conte eftir leikinn á San Siro í gær. Klippa: Viðtal við Conte Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar náði Inter forystunni. Arturo Vidal skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Nicolo Barella. Vidal lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu. Inter var mun sterkari aðilinn það sem eftir var fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við forskotið. Það tókst hins vegar á 52. mínútu þegar Alessandro Bastoni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Juventus á Barella sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið. Meistarar Juventus voru ekki líklegir til að jafna metin og fengu í raun bara eitt gott færi það sem eftir lifði leiks. Það féll í skaut Federicos Chiesa en Samir Handanovic varði skot hans frábærlega. Lokatölur 2-0 sigur Inter. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Inter 2-0 Juventus Með sigrinum jafnaði Inter granna sína í AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Milan getur endurheimt þriggja stiga forskot á toppnum með sigri á Cagliari á útivelli í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Juventus er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir Mílanó-liðunum. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Þetta var fyrsti sigur Inter í Derby d'Italia, eins og leikirnir gegn Juventus kallast, síðan 2016. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Conte tekst að vinna Juventus á stjóraferlinum. „Að sjálfsögðu var þetta mikilvægur sigur. Það er mikil prófraun að mæta Juventus. Við lékum mjög vel og þegar þú vinnur Juventus hefurðu venjulega spilað nánast hinn fullkomna leik. Ég er mjög ánægður því strákarnir lásu leikinn vel, eins og við höfðum undirbúið okkur fyrir hann,“ sagði Conte eftir leikinn á San Siro í gær. Klippa: Viðtal við Conte Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar náði Inter forystunni. Arturo Vidal skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Nicolo Barella. Vidal lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu. Inter var mun sterkari aðilinn það sem eftir var fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við forskotið. Það tókst hins vegar á 52. mínútu þegar Alessandro Bastoni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Juventus á Barella sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið. Meistarar Juventus voru ekki líklegir til að jafna metin og fengu í raun bara eitt gott færi það sem eftir lifði leiks. Það féll í skaut Federicos Chiesa en Samir Handanovic varði skot hans frábærlega. Lokatölur 2-0 sigur Inter. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Inter 2-0 Juventus Með sigrinum jafnaði Inter granna sína í AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Milan getur endurheimt þriggja stiga forskot á toppnum með sigri á Cagliari á útivelli í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Juventus er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir Mílanó-liðunum. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira