Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2021 11:01 Ólafur Stefánsson skoraði ellefu mörk þegar Ísland vann stórsigur á Sviss, 33-22, á EM í Svíþjóð 2002. epa/SIGI TISCHLER Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar tóku tvö stig með sér í milliriðil en Svisslendingar ekkert. Sviss tók sæti Bandaríkjanna á HM og komst upp úr E-riðli með því að vinna granna sína í Austurríki. Þetta verður fimmti leikur Íslands og Sviss á stórmóti og sá fyrsti í nítján ár. Liðin hafa tvisvar sinnum mæst á heimsmeistaramóti, einu sinni á Evrópumóti og einu sinni á Ólympíuleikum. Ísland 14-12 Sviss, HM 1961 Ísland steinlá fyrir Danmörku, 24-13, í fyrsta leik sínum á HM í Tékkóslóvakíu 1961. Íslenska liðið svaraði fyrir sig í næsta leik gegn Sviss og vann hann, 14-12. Staðan var jöfn í hálfleik, 7-7, og útlitið var ekki bjart framan af í seinni hálfleik því Svisslendingar komust þremur mörkum yfir. En Íslendingar reyndust sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu tveggja marka sigri. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hjalta Einarssonar sem varði geysilega vel í íslenska markinu, sérstaklega í seinni hálfleik. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti í milliriðli og endaði að lokum í 6. sæti sem er enn næstbesti árangur íslenska liðsins á heimsmeistaramóti. Mörk Íslands: Gunnlaugur Hjálmarsson 4/2, Ragnar Jónsson 3, Karl Jóhannsson 3, Pétur Antonsson 2, Einar Sigurðsson 1, Kristján Stefánsson 1. Ísland 23-16 Sviss, ÓL 1984 Íslendingar unnu sinn þriðja leik í röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles þegar þeir lögðu Svisslendinga að velli, 23-16. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti á HM 1986 sem var markmið liðsins fyrir Ólympíuleikana. „Við vissum að það var gífurlega mikið í húfi fyrir þennan leik gegn Svisslendingum. Því ákváðum við að fórna okkur algjörlega í leikinn og berjast til síðasta manns,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari, við DV eftir leikinn. Eftir misjafnan fyrri hálfleik náðu Íslendingar undirtökunum með því að skora fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Munurinn jókst eftir því sem á leið og var á endanum sjö mörk, 23-16. Sigurður Gunnarsson skoraði átta mörk, Atli Hilmarsson fimm og Einar Þorvarðarson varði vel í íslenska markinu. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 8/2, Atli Hilmarsson 5, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1, Þorbergur Aðalsteinsson 1. Ísland 21-24 Sviss, HM 1995 Heimsmeistaramótið á heimavelli 1995 byrjaði svo vel fyrir íslenska liðið en endaði svo illa. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á mótinu en tapaði síðustu fjórum. Í lokaleik sínum í A-riðli tapaði Ísland fyrir Sviss, 24-21, í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var sögð til skammar í umfjöllun DV um leikinn. Skyttan öfluga Marc Baumgaurtner hafði nokkuð hægt um sig en Patrick Rohr fór hins vegar mikinn og skoraði níu mörk fyrir Sviss. Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland. Eftir tapið fyrir Sviss var ljóst að Ísland myndi mæta heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum. Þar sá íslenska liðið ekki til sólar og tapaði með þrettán marka mun, 12-25. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 4/2, Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavson 2, Ólafur Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Ísland 33-22 Sviss, EM 2002 Eftir tvö frekar slök stórmót í röð minnti Ísland á sig á EM 2002, fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM, 24-24 og vann svo Slóveníu, 31-25. Í lokaleiknum í C-riðli rústuðu Íslendingar svo Svisslendingum, 33-22. Ólafur Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar en hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem valtaði yfir það svissneska. Ísland endaði að lokum í 4. sæti á EM sem er næstbesti árangur liðsins á Evrópumótinu. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11/4, Patrekur Jóhannesson 7/1, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtrygsson 1, Ragnar Óskarsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Íslendingar tóku tvö stig með sér í milliriðil en Svisslendingar ekkert. Sviss tók sæti Bandaríkjanna á HM og komst upp úr E-riðli með því að vinna granna sína í Austurríki. Þetta verður fimmti leikur Íslands og Sviss á stórmóti og sá fyrsti í nítján ár. Liðin hafa tvisvar sinnum mæst á heimsmeistaramóti, einu sinni á Evrópumóti og einu sinni á Ólympíuleikum. Ísland 14-12 Sviss, HM 1961 Ísland steinlá fyrir Danmörku, 24-13, í fyrsta leik sínum á HM í Tékkóslóvakíu 1961. Íslenska liðið svaraði fyrir sig í næsta leik gegn Sviss og vann hann, 14-12. Staðan var jöfn í hálfleik, 7-7, og útlitið var ekki bjart framan af í seinni hálfleik því Svisslendingar komust þremur mörkum yfir. En Íslendingar reyndust sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu tveggja marka sigri. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hjalta Einarssonar sem varði geysilega vel í íslenska markinu, sérstaklega í seinni hálfleik. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti í milliriðli og endaði að lokum í 6. sæti sem er enn næstbesti árangur íslenska liðsins á heimsmeistaramóti. Mörk Íslands: Gunnlaugur Hjálmarsson 4/2, Ragnar Jónsson 3, Karl Jóhannsson 3, Pétur Antonsson 2, Einar Sigurðsson 1, Kristján Stefánsson 1. Ísland 23-16 Sviss, ÓL 1984 Íslendingar unnu sinn þriðja leik í röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles þegar þeir lögðu Svisslendinga að velli, 23-16. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti á HM 1986 sem var markmið liðsins fyrir Ólympíuleikana. „Við vissum að það var gífurlega mikið í húfi fyrir þennan leik gegn Svisslendingum. Því ákváðum við að fórna okkur algjörlega í leikinn og berjast til síðasta manns,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari, við DV eftir leikinn. Eftir misjafnan fyrri hálfleik náðu Íslendingar undirtökunum með því að skora fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Munurinn jókst eftir því sem á leið og var á endanum sjö mörk, 23-16. Sigurður Gunnarsson skoraði átta mörk, Atli Hilmarsson fimm og Einar Þorvarðarson varði vel í íslenska markinu. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 8/2, Atli Hilmarsson 5, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1, Þorbergur Aðalsteinsson 1. Ísland 21-24 Sviss, HM 1995 Heimsmeistaramótið á heimavelli 1995 byrjaði svo vel fyrir íslenska liðið en endaði svo illa. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á mótinu en tapaði síðustu fjórum. Í lokaleik sínum í A-riðli tapaði Ísland fyrir Sviss, 24-21, í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var sögð til skammar í umfjöllun DV um leikinn. Skyttan öfluga Marc Baumgaurtner hafði nokkuð hægt um sig en Patrick Rohr fór hins vegar mikinn og skoraði níu mörk fyrir Sviss. Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland. Eftir tapið fyrir Sviss var ljóst að Ísland myndi mæta heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum. Þar sá íslenska liðið ekki til sólar og tapaði með þrettán marka mun, 12-25. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 4/2, Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavson 2, Ólafur Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Ísland 33-22 Sviss, EM 2002 Eftir tvö frekar slök stórmót í röð minnti Ísland á sig á EM 2002, fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM, 24-24 og vann svo Slóveníu, 31-25. Í lokaleiknum í C-riðli rústuðu Íslendingar svo Svisslendingum, 33-22. Ólafur Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar en hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem valtaði yfir það svissneska. Ísland endaði að lokum í 4. sæti á EM sem er næstbesti árangur liðsins á Evrópumótinu. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11/4, Patrekur Jóhannesson 7/1, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtrygsson 1, Ragnar Óskarsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn