Grunur um fleiri mál þar sem börn fá greitt fyrir nektarmyndir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 18:18 Ævar Pálmi Pálmason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þrjú til sex mál fullorðinna einstaklinga sem greiða fyrir nektarmyndir af börnum til rannsóknar hjá embættinu. Grunur sé um fleiri mál af sama toga. Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Í desember á síðasta ári voru hátt í tíu slík mál kærð til lögreglu. Um var að ræða karlmenn sem greiddu allt niður í 13 ára gömlum börnum fyrir kynferðislegar myndir. Fengu börnin á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina. Greiðsla fór fram í gegn um millifærslusmáforrit. „Við erum alltaf með fjölda mála sem eru af þessum meiði, þar sem snjalltæknin og netið koma við sögu. Þar eru bæði börn, unglingar og fullorðnir,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir að oft sé um að ræða mál sem varða dreifingu á nektarmyndum af börnum, barnaklámi. „En þetta, að það sé verið að greiða fyrir myndirnar með svona einföldum hætti í gegnum þessi öpp, það er svolítið nýtt fyrir okkur,“ segir Ævar Pálmi í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ekki erfiðara við að eiga en önnur mál Aðspurður hvort erfiðara sé að fá börn sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi til að segja frá, þar sem þau hafi fengið greitt fyrir myndirnar, segir Ævar Pálmi það vera misjafnt. Almennt sé það ekki erfiðara en í öðrum málum. „Þarna er ákveðin slóð sem myndast og verður bara hluti af gögnum hvers máls fyrir sig,“ segir Ævar Pálmi. Hann segir þá nokkuð einfalt fyrir lögreglu að rekja hvert myndirnar voru sendar, þar sem greiðsla fer, eins og áður sagði, fram í gegn um þar til gert smáforrit. Aðspurður segir Ævar Pálmi að þrjú til sex mál af þessum toga séu til rannsóknar. Þó sé grunur um fleiri sams konar mál. „Það er bara í skoðun og rannsóknir í gangi.“ Viðtalið við Ævar Pálma má heyra í spilaranum hér að ofan.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira