Biden gefur í gegn veirunni Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 15:33 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma. Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Sjá meira
Grímur verða nú skilyrði í flugvélum, skipum, rútum, lestum og almenningssamgöngum. Þá verða ferðalangar að leggja inn vottorð um að þau hafi verið skimuð fyrir Covid-19 og verða þar að auki að vera í sóttkví við komuna til landsins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Til þessa mun ríkisstjórn Bidens notast við 200 blaðsíðna áætlun en starfsmenn forsetans hafa lýst yfir furðu sinni á því að ríkisstjórn Donalds Trump hafi enga áætlun hafið. Þá kvarta þeir sömuleiðis yfir því að hafa fengið litlar upplýsingar frá ríkisstjórn Trumps. Heimildarmenn CNN innan ríkisstjórnar Bidens segja að í rauninni hafi ríkisstjórn Trump ekki skilið neina áætlun eftir sig varðandi framleiðslu og dreifingu bóluefna. Það hafi verið mikið áfall að komast að því að Biden-liðar þyrftu ekki að gera endurbætur á kerfi sem búið væri að koma á laggirnar, heldur þyrftu þau að byggja nýtt kerfi upp frá grunni. Biden hefur sagt að hann vilji gefa hundrað milljónum Bandaríkjamanna bóluefni á sínum fystu hundrað dögum. Til þessa hefur hann skipað almannavörnum Bandaríkjanna, FEMA, að setja upp hundrað bóluefnamiðstöðvar á næsta mánuði. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, á svo að starfa með smærri heilbrigðiseiningum víða um Bandaríkin og vinna að framkvæmd bólusetninga. Hann hefur þó verið gagnrýndur vegna þessa fyrirheits og sérfræðingar hafa bent á að um þrjár milljónir manna séu að jafnaði bólusett í Bandaríkjunum fyrir hvert flensutímabil. Minnst 24,4 milljónir manna hafa smitast af nýju kórónuveirunni og rúmlega 406 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans. Hvergi í heiminum er ástandið verra. Í samtali við AP fréttaveituna segja starfsmenn Bidens að vegna skorts á samvinnu frá meðlimum ríkisstjórnar Trumps sé erfitt að fá heildarsýn yfir ástandið varðandi bóluefnin og þeim hafi þegar borist kvartanir frá forsvarsmönnum margra ríkja Bandaríkjanna um að skortur sé á bóluefnum.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent