Í tilkynningu kemur fram að Andri Þór Ingvarsson sé grafískur- og hreyfihönnuður og með BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Hann hafi áður starfað sem grafískur hönnuður hjá Gagarín.
„Diljá Jóhannsdóttir, grafískur hönnuður, er með BA-gráðu í grafískri hönnun frá Háskólanum í Bergen og hefur starfað sem slíkur hjá Tvist og Ketchup Creative.
Jónbjörn Finnbogason, grafískur hönnuður, er með BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Jónbjörn hefur starfað sem grafískur hönnuður hjá Jónfrí & Co auk þess að reka og starfa sem listrænn stjórnandi hjá útgáfufyrirtækinu Lagaffe Tales.
Lúna Grétudóttir, almannatengill, lauk BA-gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst núna um jólin. Lúna starfaði síðast sem sumarstarfsmaður í samskipta- og upplýsingateymi Orkuveitu Reykjavíkur auk þess að starfa sem yogakennari og þjálfari hjá Mjölni,“ segir í tilkynningunni.
Alls starfa vel á þriðja tug hjá stofunni á Íslandi og útibúi í Brighton á Englandi og í Svíþjóð.