Þreytt og komin með nóg Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar 26. janúar 2021 08:00 Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar