Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 21:46 Málið hefur verið gríðarlega umdeilt í Danmörku síðan ríkisstjórn Mette Frederiksen ákvað að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir. AP Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. Danska ríkisstjórnin fyrirskipaði í byrjun nóvember í fyrra að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir vegna stökkbreyttrar kórónuveiru sem greindist á minkabúum á Jótlandi. Fljótlega í kjölfarið voru milljónir minka aflífaðir en síðar kom í ljós að fyrirskipun ríkisstjórnarinnar um dráp minkanna var ólögmæt og hefur málið valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Líkt og áður segir náðist samkomulag um greiðslu bóta úr ríkissjóði loks í kvöld á milli ríkisstjórnarinnar Sósíaldemókrata og fjögurra annarra flokka, það er SF, Venstre, De Radikale og Liberal Alliance að því er fram kemur í frétt TV2. Morten Bødskov, starfandi fjármálaráðherra kynnti samkomulagið nú í kvöld en það nær yfir bótagreiðslur sem meðal annars eiga að bæta tjón vegna tapaðra framtíðartekna minkabænda og tap vegna minkaskinna sem ekki var hægt að selja. Þá nær samkomulagið einnig til bótagreiðslna til fyrirtækja og einyrkja sem starfa í afleiddum greinum, svo sem feldskerar, fóðurframleiðendur og uppboðsstarfsemi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við niðurrif bygginga. Samkomulagið felur einnig í sér svokallað „dvalakerfi“ en tryggðar verða 60 milljónir danskra króna í verkefnið sem á að styðja við minkabændur sem kjósa að hefja starfsemi að nýju þegar banninu við minkarækt lýkur, en bannið gildir út árið 2021. Bæturnar til minkabænda eru af þrennum toga, það er bætur vegna framtíðartekjumissis á árunum 2022 til 2030, bætur vegna taps vegna ónýtts feldar sem ekki er hægt að selja 2021 og bætur vegna fyrningar eigna á borð við útihús, minkabúr og fleira. Þá er gert ráð fyrir að á milli 10,9 og 11,9 milljarðar fari í beinar bótagreiðslur til minkabænda sem verða greiddar á einstaklingsgrundvelli miðað við forsendur hvers og eins bónda. Að auki felur samkomulagið í sér ákvæði um stuðning við minkabændur og starfsfólk minkabúa við atvinnuleit. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Danska ríkisstjórnin fyrirskipaði í byrjun nóvember í fyrra að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir vegna stökkbreyttrar kórónuveiru sem greindist á minkabúum á Jótlandi. Fljótlega í kjölfarið voru milljónir minka aflífaðir en síðar kom í ljós að fyrirskipun ríkisstjórnarinnar um dráp minkanna var ólögmæt og hefur málið valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku. Líkt og áður segir náðist samkomulag um greiðslu bóta úr ríkissjóði loks í kvöld á milli ríkisstjórnarinnar Sósíaldemókrata og fjögurra annarra flokka, það er SF, Venstre, De Radikale og Liberal Alliance að því er fram kemur í frétt TV2. Morten Bødskov, starfandi fjármálaráðherra kynnti samkomulagið nú í kvöld en það nær yfir bótagreiðslur sem meðal annars eiga að bæta tjón vegna tapaðra framtíðartekna minkabænda og tap vegna minkaskinna sem ekki var hægt að selja. Þá nær samkomulagið einnig til bótagreiðslna til fyrirtækja og einyrkja sem starfa í afleiddum greinum, svo sem feldskerar, fóðurframleiðendur og uppboðsstarfsemi. Þá er gert ráð fyrir fjármagni til að standa straum af kostnaði við niðurrif bygginga. Samkomulagið felur einnig í sér svokallað „dvalakerfi“ en tryggðar verða 60 milljónir danskra króna í verkefnið sem á að styðja við minkabændur sem kjósa að hefja starfsemi að nýju þegar banninu við minkarækt lýkur, en bannið gildir út árið 2021. Bæturnar til minkabænda eru af þrennum toga, það er bætur vegna framtíðartekjumissis á árunum 2022 til 2030, bætur vegna taps vegna ónýtts feldar sem ekki er hægt að selja 2021 og bætur vegna fyrningar eigna á borð við útihús, minkabúr og fleira. Þá er gert ráð fyrir að á milli 10,9 og 11,9 milljarðar fari í beinar bótagreiðslur til minkabænda sem verða greiddar á einstaklingsgrundvelli miðað við forsendur hvers og eins bónda. Að auki felur samkomulagið í sér ákvæði um stuðning við minkabændur og starfsfólk minkabúa við atvinnuleit.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira