Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 10:30 Elísabet Ólafsdóttir hefur miklar áhyggjur af notkun barna á heimi smáforrita. Elísabet Ólafsdóttir grunnskólakennari á yngsta stigi og móðir tveggja barna í grunnskóla hefur verulegar áhyggjur af samfélagsmiðlanotkun barna og segir foreldra þurfa að átta sig á hættunni sem fylgir þessu miðlum. Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti
Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið