Útboðsgjald á innfluttar landbúnaðarvörur hækkar um allt að 2.840 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 19:20 Fyrir jól kynntu margar matvöruverslanir lækkað verð á innfluttum kjötvörum frá Evrópusambandinu sem voru með lægra útboðsgjaldi en nú hefur tekið gildi. Stöð 2/Arnar Dæmi eru um að útboðsgjald vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan tollakvóta Evrópusambandsins hafi tuttugu og níu faldast eftir að eldri álagning var tekin upp á ný um áramót. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þessar hækkanir skila sér út í verðlagið bæði á innfluttum og innlendum landbúnaðarvörum. Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi frumvarp landbúnaðarráðherra þar sem horfið var frá nýlegum breytingum á gjaldi á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta frá Evrópusambandinu. Nú er kvótunum úthlutað til hæstbjóðenda en ný aðferð á síðasta ári studdist við jafnvægisverð sem lækkaði álögur töluvert. Ólafur Stephensen segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá landbúnaðarráðherra að hækka matarverð á Íslandi með breytingum á álögum á tollkvóta.Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir niðurstöður fyrsta útboðsins á þessu ári hafa verið kynntar í dag. „Þær sýna náttúrlega að það gengur eftir sem við höfðum áhyggjur af. Því miður hækkar útboðsgjaldið í mörgum tilvikum gríðarlega. Til dæmis um 65 prósent á nautakjötskvóta og115 prósent á lífrænum kjúklingi. Tuttugu og níu faldast á innfluttum hráskinkum og öðru slíku.“ Eða um tvöþúsund áttahundruð og fjörutíu prósent. Grafík/HÞ Ólafur segir þetta leiða til hækkunar á verði innfluttrar landbúnaðarvöru. „Í skjóli þess verður innlend vara líka dýrari. En ég er hræddur um að það hafi allan tímann verið meiningin. Það hafi verið ætlun landbúnaðarráðherrans að hækka hérna matarverð meðvitað,“ segir Ólafur. Landbúnaðarráðherra sagði breytt fyrirkomulag í fyrra hins vegar ekki hafa tryggt lækkun vöruverðs þar sem lækkanir á verði vörunnar í Evrópu hafi ekki skilað sér til neytenda. „Við erum bara alveg ósammála þeirri greiningu. Ég held að skýrsla Alþýðusambandsins til dæmis sem var unnin á matarverði og afleiðingum af tollasamningi við Evrópusambandið og þessari nýju útboðsaðferð hafi einmitt sýnt að þetta skilaði sér,“ segir Ólafur Stephensen. Skattar og tollar Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59 Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi frumvarp landbúnaðarráðherra þar sem horfið var frá nýlegum breytingum á gjaldi á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta frá Evrópusambandinu. Nú er kvótunum úthlutað til hæstbjóðenda en ný aðferð á síðasta ári studdist við jafnvægisverð sem lækkaði álögur töluvert. Ólafur Stephensen segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá landbúnaðarráðherra að hækka matarverð á Íslandi með breytingum á álögum á tollkvóta.Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir niðurstöður fyrsta útboðsins á þessu ári hafa verið kynntar í dag. „Þær sýna náttúrlega að það gengur eftir sem við höfðum áhyggjur af. Því miður hækkar útboðsgjaldið í mörgum tilvikum gríðarlega. Til dæmis um 65 prósent á nautakjötskvóta og115 prósent á lífrænum kjúklingi. Tuttugu og níu faldast á innfluttum hráskinkum og öðru slíku.“ Eða um tvöþúsund áttahundruð og fjörutíu prósent. Grafík/HÞ Ólafur segir þetta leiða til hækkunar á verði innfluttrar landbúnaðarvöru. „Í skjóli þess verður innlend vara líka dýrari. En ég er hræddur um að það hafi allan tímann verið meiningin. Það hafi verið ætlun landbúnaðarráðherrans að hækka hérna matarverð meðvitað,“ segir Ólafur. Landbúnaðarráðherra sagði breytt fyrirkomulag í fyrra hins vegar ekki hafa tryggt lækkun vöruverðs þar sem lækkanir á verði vörunnar í Evrópu hafi ekki skilað sér til neytenda. „Við erum bara alveg ósammála þeirri greiningu. Ég held að skýrsla Alþýðusambandsins til dæmis sem var unnin á matarverði og afleiðingum af tollasamningi við Evrópusambandið og þessari nýju útboðsaðferð hafi einmitt sýnt að þetta skilaði sér,“ segir Ólafur Stephensen.
Skattar og tollar Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59 Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59
Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21
Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21