Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 21:13 Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Egill Aðalsteinsson Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Flugskýlin á Keflavíkurflugvelli eru með stærri byggingum á landinu. Í skýlum Icelandair eru hátt í tvöhundruð manns að störfum þessa dagana. Á sama tíma og millilandaflug er nánast lamað vinna flugvirkjar við alls fimm þotur í tveimur skýlum Icelandair en jafnframt sinna þeir þremur þotum í gömlu Varnarliðsskýli, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er afar ánægjulegt að geta verið með svo mikla starfsemi og haft svona mikið af öflugu og góðu fólki í vinnu. Það er akkúrat það sem er í gangi hér núna. Við erum að reyna að nýta mannskapinn og framkvæma fullt af hlutum sem nú gefst tækifæri til að gera,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Boeing 757 í C-skoðun í skýli Icelandair.Egill Aðalsteinsson Langmesta vinnan er við svokallaða C-skoðun en að þessu sinni gangast tvær þotur undir slíka stórskoðun. „Þetta er óvenju stórt. Hver C-skoðun tekur á bilinu tíu þúsund til fimmtán þúsund manntíma. Þannig að þetta er svona eins og gott fjölbýlishús sem verið er að byggja hér í sitthvoru flugskýlinu.“ Einnig kyrrstæðar vélar í langtímageymslu þurfa sitt viðhald. „Það má segja að það þarf að eiga við þessar vélar sem eru í geymsluprógrammi nánast á hverjum einasta degi. Þannig að það er heilmikil vinna sem fylgir því að viðhalda þeim vélum.“ Boeing 737 MAX, Dyrhólaey, gerð klár fyrir flug á ný.Egill Aðalsteinsson Og svo þarf að koma MAX-flotanum á flug fyrir vorið en í flugskýlinu er hafin vinna við að gera fyrstu vélina klára. „Við erum byrjaðir að huga að því og það er heilmikil undirbúningsvinna sem þarf að eiga sér stað. Það þarf að þjálfa mannskapinn upp og fara yfir þau verkefni sem þarf að framkvæma. Þannig að: Já, við erum byrjaðir á því,“ segir tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50