Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2021 14:16 Kristrún segir það hafa vakið óhug að sjá hversu litla athygli árásirnar á stjórnmálaflokkana í síðustu viku fengu. Hún segir mörk fólks hafa breyst, það gangi lengra og leyfi sér meira gagnvart stjórnmálafólki og að afleiðingarnar séu litlar sem engar. Vísir/Sigurjón „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Kristrún hefur lengi starfað á sviði stjórnmála en hún skynjar breytt viðhorf almennings til stjórnmálafólks. Hún segir það hafa vakið óhug hjá sér að heyra að verið væri að skjóta á skrifstofur stjórnmálaflokkanna – og þá ekki síst hve lítil viðbrögð það vakti hjá fólki. „Mér fannst mjög óhugnanlegt þegar þessar fréttir af skotárásum á stjórnmálaflokkana og skrifstofur þeirra heyrðust fyrir núna fyrir nokkrum dögum. Þá fannst mér óhugnanlegt hvað það vakti litla athygli. Og það sagði mér það að við á Íslandi erum búin að færa mörkin á einhvern óafsakanlega lágan stað, hvað fólk má gera við stjórnmálamenn og hvernig það má koma fram við þá.“ Það sem áður var refsivert nú orðið refsilaust Hún telur viðhorfið hafa breyst í kjölfar mótmælanna í hruninu árið 2008. „Þar var mjög margt, sem við eðlilegar aðstæður hefði verið talið refsivert, gert refsilaust og það var líka til eitrað andrúmsloft í stjórnmálunum sjálfum. Fólk í stjórnmálum varð stundum bara fegið þegar það voru andstæðingar þess sem urðu fyrir árásunum og létu sér það í léttu rúmi liggja. En það hefði átt að skilja það að ef það er byrjað að ráðast á stjórnmálamenn þá endar það á því að allir verða fyrir því.“ Kristrún segir mikilvægt að stjórnmálafólk taki árásum alvarlega, í stað þess að reyna að þagga þær niður. Með því að gera það hafi hatrömm orðræðan fengið að stigmagnast. Farin að venjast ljótri umræðunni „Þessu hefur verið leyft að magnast upp. Hatursorðræða, alls konar hegðun gagnvart fólki í stjórnmálum sem allir hafa séð að hefur engar afleiðingar eða leiðir ekki til þess að samfélagið og meðborgarar taki á móti nema að mjög litlu leyti. Við erum farin að venjast því að það sé bara talað um fólk og það sé vænt um athæfi sem á sér enga stoð.“ Draga þurfi lærdóm af löndunum í kring. „Til dæmis á Norðurlöndunum þar sem við þekkjum pólitísk morð og hræðilega atburði. Ef við tökum því létt og sem smávægilegum hlutum að það sé verið að skjóta á skrifstofur stjórnmálaflokka á Íslandi, þar sem fólk kemur saman, vinnur sjálfboðavinnu og gerir allt mögulegt, þá erum við bara ekki að vakna til vitundar um alvarleika málsins.“ Rætt var við Kristrúnu Heimisdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lögreglumál Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Kristrún hefur lengi starfað á sviði stjórnmála en hún skynjar breytt viðhorf almennings til stjórnmálafólks. Hún segir það hafa vakið óhug hjá sér að heyra að verið væri að skjóta á skrifstofur stjórnmálaflokkanna – og þá ekki síst hve lítil viðbrögð það vakti hjá fólki. „Mér fannst mjög óhugnanlegt þegar þessar fréttir af skotárásum á stjórnmálaflokkana og skrifstofur þeirra heyrðust fyrir núna fyrir nokkrum dögum. Þá fannst mér óhugnanlegt hvað það vakti litla athygli. Og það sagði mér það að við á Íslandi erum búin að færa mörkin á einhvern óafsakanlega lágan stað, hvað fólk má gera við stjórnmálamenn og hvernig það má koma fram við þá.“ Það sem áður var refsivert nú orðið refsilaust Hún telur viðhorfið hafa breyst í kjölfar mótmælanna í hruninu árið 2008. „Þar var mjög margt, sem við eðlilegar aðstæður hefði verið talið refsivert, gert refsilaust og það var líka til eitrað andrúmsloft í stjórnmálunum sjálfum. Fólk í stjórnmálum varð stundum bara fegið þegar það voru andstæðingar þess sem urðu fyrir árásunum og létu sér það í léttu rúmi liggja. En það hefði átt að skilja það að ef það er byrjað að ráðast á stjórnmálamenn þá endar það á því að allir verða fyrir því.“ Kristrún segir mikilvægt að stjórnmálafólk taki árásum alvarlega, í stað þess að reyna að þagga þær niður. Með því að gera það hafi hatrömm orðræðan fengið að stigmagnast. Farin að venjast ljótri umræðunni „Þessu hefur verið leyft að magnast upp. Hatursorðræða, alls konar hegðun gagnvart fólki í stjórnmálum sem allir hafa séð að hefur engar afleiðingar eða leiðir ekki til þess að samfélagið og meðborgarar taki á móti nema að mjög litlu leyti. Við erum farin að venjast því að það sé bara talað um fólk og það sé vænt um athæfi sem á sér enga stoð.“ Draga þurfi lærdóm af löndunum í kring. „Til dæmis á Norðurlöndunum þar sem við þekkjum pólitísk morð og hræðilega atburði. Ef við tökum því létt og sem smávægilegum hlutum að það sé verið að skjóta á skrifstofur stjórnmálaflokka á Íslandi, þar sem fólk kemur saman, vinnur sjálfboðavinnu og gerir allt mögulegt, þá erum við bara ekki að vakna til vitundar um alvarleika málsins.“ Rætt var við Kristrúnu Heimisdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Lögreglumál Alþingi Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent