Ætla að senda fimm þúsund skammta af bóluefni til Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 18:00 Ungur maður skimaður fyrir kórónuveirunni á Gaza. Getty/Ali Jadallah Yfirvöld í Ísrael segjast ætla að flytja fimm þúsund skammta af bóluefni gegn covid-19 til Palestínu sem ætlað sé að nýta til að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu í Palestínu. Ísrael er það ríki í heiminum þar sem bólusetning gegn sjúkdómnum er hvað lengst á veg komin en aðra sögu er að segja um Palestínumenn á hernumdum svæðum Vesturbakkans sem ekki hafa notið góðs af öflugu bólusetningarkerfi Ísraela. Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza. Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa sagt Ísraelsmenn bera ábyrgð á því að sjá um að útvega bóluefni fyrir íbúa svæðisins að því er BBC greinir frá. Ísraelsmenn segjast hins vegar ekki taka þátt í samþykktum þess efnis auk þess sem Palestínumenn hafi ekki óskað eftir því. Eru skammtarnir fimm þúsund því þeir fyrstu sem til stendur að senda til Palestínu. Um 640 þúsund hafa greinst með covid-19 í Ísrael frá því faraldurinn hófst og hafa um 4700 látist af völdum sjúkdómsins þar í landi samkvæmt tölfræði John Hopkins háskóla. Um 160 þúsund hafa hins vegar greinst smitaðir á Vesturbakkanum og á Gaza og þar af hafa ríflega 1800 látið lífið. Ísraelsk stjórnvöld gerðu samkomulag við lyfjaframleiðandann Pfizer en Ísraelar fá samkvæmt samningnum fleiri skammta af bóluefni á skemmri tíma en í staðinn deila Ísraelar heilbrigðisgögnum með Pfizer í rannsóknartilgangi. Samkomulagið hefur gert Ísraelum kleift að bólusetja þjóðina hraðar en annars staðar í heiminum en þegar hafa hátt í tuttugu prósent þjóðarinnar verið full bólusett. Varnarmálaráðuneytið staðfesti í dag að til stæði að senda skammtana fimm þúsund til Palestínu en stjórnvöld í Palestínu hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið samkvæmt frétt BBC. Hvorki palestínsk stjórnvöld á Vesturbakkanum né ráðandi öfl Hamas-samtakanna á Gaza-ströndinni hafa sett í gang skipulagaða bólusetningu gegn covid-19. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld hafa þó sagst vera í viðræðum um kaup á bóluefni en ekkert liggur fyrir um það hvenær skipulögð bólusetning getur hafist. Þá hafa staðbundin stjórnvöld í Palestínu vonast til þess að geta notið góðs af Covax-verkefninu, sem nýtur stuðnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ætlað er að tryggja fátækari ríkjum bóluefni. Einnig er óvíst um hvernig þeim málum mun vinda fram. Hins vegar hafa nokkur þúsund skammtar af rússnesku bóluefni farið til Palestínu en óvíst er hverjir hafa fengið það bóluefni. Um 2,7 milljónir Palestínumanna búa á Vesturbakkanum og um 1,8 milljón á Gaza.
Ísrael Palestína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent