Skotárásin rannsökuð sem valdstjórnarbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 10:22 Talið er að skotið hafi verið með riffli á bíl borgarstjóra fyrir tæpum tveimur vikum. Vísir/Sigurjón Skotárás sem gerð var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir tæpum tveimur vikum er rannsökuð sem brot gegn valdstjórninni. Þess vegna fer héraðssaksóknari með rannsókn málsins en ekki lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. „Þetta er í raun og fyrst og fremst valdstjórnarbrot. Það er verið að skoða þetta sem árás á opinbera starfsmenn og samkvæmt lögum á að rannsaka það hjá héraðssaksóknara,“ segir Kolbrún. Ástæðan fyrir því að héraðssaksóknari rannsakar valdstjórnarbrot er að mikill meirihluti þeirra beinist gegn lögreglu. „En svo auðvitað eru undir allir aðrir opinberir starfsmenn, eins og barnaverndarstarfsmenn, starfsmenn félagsþjónustu, borgarstjóri og fleiri,“ segir Kolbrún. Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni um sextugt sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjóra og inn um rúður á skrifstofu Samfylkingarinnar í janúar var í gær framlengt til föstudags. Maðurinn var handtekinn á laugardag og úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald. Það var svo framlengt í gær á grundvelli rannsóknarhagsmuna og þess að maðurinn er talinn hættulegur. Hann er ekki í einangrun. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. Annar maður var einnig handtekinn vegna málsins í síðustu viku en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Talsvert magn af skotvopnum fannst á heimili þess manns. Aðspurð hvernig rannsókn málsins miði segir Kolbrún að hún gangi ágætlega. Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þess vegna fer héraðssaksóknari með rannsókn málsins en ekki lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. „Þetta er í raun og fyrst og fremst valdstjórnarbrot. Það er verið að skoða þetta sem árás á opinbera starfsmenn og samkvæmt lögum á að rannsaka það hjá héraðssaksóknara,“ segir Kolbrún. Ástæðan fyrir því að héraðssaksóknari rannsakar valdstjórnarbrot er að mikill meirihluti þeirra beinist gegn lögreglu. „En svo auðvitað eru undir allir aðrir opinberir starfsmenn, eins og barnaverndarstarfsmenn, starfsmenn félagsþjónustu, borgarstjóri og fleiri,“ segir Kolbrún. Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni um sextugt sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjóra og inn um rúður á skrifstofu Samfylkingarinnar í janúar var í gær framlengt til föstudags. Maðurinn var handtekinn á laugardag og úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald. Það var svo framlengt í gær á grundvelli rannsóknarhagsmuna og þess að maðurinn er talinn hættulegur. Hann er ekki í einangrun. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. Annar maður var einnig handtekinn vegna málsins í síðustu viku en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Talsvert magn af skotvopnum fannst á heimili þess manns. Aðspurð hvernig rannsókn málsins miði segir Kolbrún að hún gangi ágætlega.
Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira