Fórnarlömb kynbundinna ofsókna sem fá ekki vernd á Íslandi Anna Bentína Hermansen og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 15:31 Nýverið bárust fréttir af því að nígerísk kona sem seld var mansali frá Nígeríu til Ítalíu hafi verið neitað um alþjóðlega vernd á Íslandi og til standi að flytja hana aftur til Nígeríu. Stígamót gera alvarlegar athugasemdir við það mat stjórnvalda að Nígería teljist öruggt land fyrir mansalsfórnarlamb til að snúa til baka til. Hér á Stígamótum höfum við hitt allmargar konur frá Nígeríu sem hafa nánast sömu sögu af mansali að segja og er mikilvægt að miðla þessum sögum og upplýsingum sem bæði Stígamót og önnur alþjóðleg samtök hafa fengið frá nígerískum konum. Mansal er iðulega skipulögð glæpastarfsemi og svo nákvæmlega úthugsuð að það er nánast eins og ítrekað sé tekið á móti sömu konunni. Mansal er gríðarlega umfangsmikið í Nígeríu og eru sögur kvennanna af tælingu (e. grooming), ferðatilhögun (transportation) og stjórnun (controlling) allar af svipuðum toga. Skipulögð glæpastarfsemi í kringum mansal er afar umfangsmikil og er ágóði af starfseminni meiri en af flestum öðrum „viðskiptamódelum“ ef svo má að orði komast þar sem hægt er að selja sömu manneskjuna ítrekað, jafnvel í mörg ár. Í upphafi er konan tæld með því að bjóða henni betri lífsafkomu í öðru landi (yfirleitt Ítalíu) þar sem henni er lofað góðum launum og fjölmörgum möguleikum. Þannig geti hún jafnvel séð fjölskyldu sinni farborða. Hluti af þessum samningi er að fara í gegnum svokallaða juju helgiathöfn sem er notuð til að tryggja algjöra hlýðni og undirgefni við yfirmenn viðkomandi. Juju færir þér heppni ef þú hlýðir og bölvun ef þú óhlýðnast. Þessi bölvun getur jafnvel færst yfir á fjölskyldur kvennanna, þannig að ef þær flýja aðstæður og fara heim þá er líklegt að fjölskyldan útskúfi þeim. Hvorki konurnar né fjölskyldur þeirra hafa vitneskju um að „tækifærið“ sem þeim býðst, sé að fara í vændi. Sá sem býður þeim vinnuna, borgar flutning þeirra frá Nígeríu, sem er yfirleitt löng ferð og áhættusöm. Flestar koma þær sjóleiðina og sumar láta lífið á leiðinni. Ef þær komast til Ítalíu þá tekur „madamma“ á móti þeim, sem er yfirleitt sjálf mansalsfórnarlamb sem hefur elst og er ekki lengur „söluvæn afurð“. Að verða madamma er skárri kostur þar sem hún þarf ekki að selja líkama sinn en er skikkuð til að selja líkama annarra kvenna. Við komuna eru þær í mikilli skuld við yfirmanninn, upphæðin veltur á tugum þúsunda evra og þær sem eru útsettar fyrir „tækifærinu“ eru bláfátækar konur. Þær eiga að borga þessa skuld með því að selja sig og ef þær gera það ekki eru þær barðar, þeim hópnauðgað og þær markvisst brotnar niður. Oft þarf það ekki til því ef þær óhlýðnast sér juju helgiathöfnin um að halda þeim í heljargreipum. En raunin er sú að oftast er „skuldin“ svo há að ógerningur er að greiða hana til baka. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að konum, sem eru fórnarlömb mansals, er sérstaklega hætt við hefndaraðgerðum af hálfu þrælasalanna eftir flótta eða við endurkomu til heimalands. Jafnframt eiga þær á hættu að vera aftur seldar mansali, útskúfað af fjölskyldum sínum eða samfélagi eða verða fyrir grófri mismunun. Þær hafa því ríka ástæðu til að óttast ofsóknir. Tilteknum hópum kvenna í Nígeíu er sérstaklega hætt við að verða seldar mansali og geta þá talist falla undir skilyrði flóttamannasáttmálans um að tilheyra tilteknum félagsmálaflokki. Líta má á þessa einstaklinga sem fórnarlömb kynbundinna ofsókna. Til að tryggja að umsóknir kvenkyns fórnarlamba ofbeldis um alþjóðlega vernd fái viðhlítandi málsmeðferð ættu íslensk stjórnvöld að taka tillit til þeirra atriða og sjónarmiða sem er að finna leiðbeiningum flóttamannafulltrúa SÞ um hvernig beita megi ákvæðum Flóttamannasamnings SÞ svo hann nái til fórnarlamba mansals. Saga þeirra nígerísku kvenna sem hafa leitað til Stígamóta og annarra sambærilegra samtaka í Evrópu er átakanleg og nánast samhljóma hjá þeim öllum. Margar þeirra hafa upplifað ítrekað ofbeldi og nauðganir. Margar lifa þessa meðferð ekki af. Sumar enda hér á Íslandi og það er óásættanlegt að íslensk stjórnvöld ákveði þá að senda þær aftur í ofbeldisaðstæður. Slíkur gjörningur lýsir skilningsleysi eða skeytingarleysi íslenskra stjórnvalda á þeim kynbyndnu ofsóknum sem þessar konur verða fyrir. Höfundar eru starfskonur á Stígamótum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hælisleitendur Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því að nígerísk kona sem seld var mansali frá Nígeríu til Ítalíu hafi verið neitað um alþjóðlega vernd á Íslandi og til standi að flytja hana aftur til Nígeríu. Stígamót gera alvarlegar athugasemdir við það mat stjórnvalda að Nígería teljist öruggt land fyrir mansalsfórnarlamb til að snúa til baka til. Hér á Stígamótum höfum við hitt allmargar konur frá Nígeríu sem hafa nánast sömu sögu af mansali að segja og er mikilvægt að miðla þessum sögum og upplýsingum sem bæði Stígamót og önnur alþjóðleg samtök hafa fengið frá nígerískum konum. Mansal er iðulega skipulögð glæpastarfsemi og svo nákvæmlega úthugsuð að það er nánast eins og ítrekað sé tekið á móti sömu konunni. Mansal er gríðarlega umfangsmikið í Nígeríu og eru sögur kvennanna af tælingu (e. grooming), ferðatilhögun (transportation) og stjórnun (controlling) allar af svipuðum toga. Skipulögð glæpastarfsemi í kringum mansal er afar umfangsmikil og er ágóði af starfseminni meiri en af flestum öðrum „viðskiptamódelum“ ef svo má að orði komast þar sem hægt er að selja sömu manneskjuna ítrekað, jafnvel í mörg ár. Í upphafi er konan tæld með því að bjóða henni betri lífsafkomu í öðru landi (yfirleitt Ítalíu) þar sem henni er lofað góðum launum og fjölmörgum möguleikum. Þannig geti hún jafnvel séð fjölskyldu sinni farborða. Hluti af þessum samningi er að fara í gegnum svokallaða juju helgiathöfn sem er notuð til að tryggja algjöra hlýðni og undirgefni við yfirmenn viðkomandi. Juju færir þér heppni ef þú hlýðir og bölvun ef þú óhlýðnast. Þessi bölvun getur jafnvel færst yfir á fjölskyldur kvennanna, þannig að ef þær flýja aðstæður og fara heim þá er líklegt að fjölskyldan útskúfi þeim. Hvorki konurnar né fjölskyldur þeirra hafa vitneskju um að „tækifærið“ sem þeim býðst, sé að fara í vændi. Sá sem býður þeim vinnuna, borgar flutning þeirra frá Nígeríu, sem er yfirleitt löng ferð og áhættusöm. Flestar koma þær sjóleiðina og sumar láta lífið á leiðinni. Ef þær komast til Ítalíu þá tekur „madamma“ á móti þeim, sem er yfirleitt sjálf mansalsfórnarlamb sem hefur elst og er ekki lengur „söluvæn afurð“. Að verða madamma er skárri kostur þar sem hún þarf ekki að selja líkama sinn en er skikkuð til að selja líkama annarra kvenna. Við komuna eru þær í mikilli skuld við yfirmanninn, upphæðin veltur á tugum þúsunda evra og þær sem eru útsettar fyrir „tækifærinu“ eru bláfátækar konur. Þær eiga að borga þessa skuld með því að selja sig og ef þær gera það ekki eru þær barðar, þeim hópnauðgað og þær markvisst brotnar niður. Oft þarf það ekki til því ef þær óhlýðnast sér juju helgiathöfnin um að halda þeim í heljargreipum. En raunin er sú að oftast er „skuldin“ svo há að ógerningur er að greiða hana til baka. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að konum, sem eru fórnarlömb mansals, er sérstaklega hætt við hefndaraðgerðum af hálfu þrælasalanna eftir flótta eða við endurkomu til heimalands. Jafnframt eiga þær á hættu að vera aftur seldar mansali, útskúfað af fjölskyldum sínum eða samfélagi eða verða fyrir grófri mismunun. Þær hafa því ríka ástæðu til að óttast ofsóknir. Tilteknum hópum kvenna í Nígeíu er sérstaklega hætt við að verða seldar mansali og geta þá talist falla undir skilyrði flóttamannasáttmálans um að tilheyra tilteknum félagsmálaflokki. Líta má á þessa einstaklinga sem fórnarlömb kynbundinna ofsókna. Til að tryggja að umsóknir kvenkyns fórnarlamba ofbeldis um alþjóðlega vernd fái viðhlítandi málsmeðferð ættu íslensk stjórnvöld að taka tillit til þeirra atriða og sjónarmiða sem er að finna leiðbeiningum flóttamannafulltrúa SÞ um hvernig beita megi ákvæðum Flóttamannasamnings SÞ svo hann nái til fórnarlamba mansals. Saga þeirra nígerísku kvenna sem hafa leitað til Stígamóta og annarra sambærilegra samtaka í Evrópu er átakanleg og nánast samhljóma hjá þeim öllum. Margar þeirra hafa upplifað ítrekað ofbeldi og nauðganir. Margar lifa þessa meðferð ekki af. Sumar enda hér á Íslandi og það er óásættanlegt að íslensk stjórnvöld ákveði þá að senda þær aftur í ofbeldisaðstæður. Slíkur gjörningur lýsir skilningsleysi eða skeytingarleysi íslenskra stjórnvalda á þeim kynbyndnu ofsóknum sem þessar konur verða fyrir. Höfundar eru starfskonur á Stígamótum
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun