Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2021 21:00 Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum. Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum.
Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira