
Fossvogsbrú

Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári
Fyrsta lota borgarlínu hefur tekið nokkrum breytingum samkvæmt nýjum tillögum. Opnað verður fyrir tilboð í fyrsta áfanga Fossvogsbrúar í byrjun desember og framkvæmdastjóri Betri samgangna væntir þess að framkvæmdir geti hafist snemma á næsta ári.

Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú
Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði.

Brúin yfir Fossvog
Borgarlínubrúin Alda yfir Fossvog er Gaga frá upphafi til enda.

Leiðinlegt þegar hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum
Arkitekt segir leiðinlegt þegar sjónarmiðum um hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum í tali um framkvæmdir og gefur lítið fyrir athugasemdir þingmanna sem gagnrýna óþarfa flottheit við byggingu Fossvogsbrúar.

Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni
Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar.

Dagur svarar fyrir sig varðandi dýrari Fossvogsbrú
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir eðlilegt að hækkun á kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar sé sett í samhengi við samgönguverkefni víða um land af hendi ríkisins.

Spyr hvort yfirstjórn Vegagerðarinnar höndli „tifandi tímasprengju“?
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjórinn í Dalabyggð, gefur yfirstjórn Vegagerðarinnar falleinkunn fyrir það hvernig hún hefur haldið á málum varðandi Fossvogsbrú.

Miklar framkvæmdir boðaðar á árinu
Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag.

Fossvogsbrú á minn hátt
Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga.

Fossvogsbrúin „fyrst og fremst samgöngumannvirki, ekki útivistarsvæði“
Vegagerðin og Landssamtök hjólreiðamanna segja núverandi hönnun Fossvogsbrúarinnar tryggja öryggi og skjól hjólreiðamanna. Það þurfi ekki að breyta hönnun brúarinnar eins og byggingarverkfræðingur vill gera svo gangandi geti notið sólarlags og útsýnis betur.

Telur galla í hönnun Fossvogsbrúarinnar
Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða.

Siglingum fundinn staður utan nýrrar Fossvogsbrúar
Viðræður hafa staðið yfir milli Siglingafélags Reykjavíkur Brokeyjar og Reykjavíkurborgar síðustu misserin um nýja staðsetningu fyrir starfsemi félagsins í stað Nauthólsvíkur.

Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár
Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu.

Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog
EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag.

Bein útsending: Úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog
Tilkynnt verður um úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvogi á fundi klukkan 11 í dag.

Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa
Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog.

Bein útsending: Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu kynnt
Frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar eru komin út þar sem kynntar eru fyrstu heildstæðu tillögur að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar.

Fimm teymi keppa um hönnun nýrrar Fossvogsbrúar
Vegagerðin, Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa óskað eftir ráðgjöfum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog.

Um samflot og brúarsmíði
Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna.

Stórt skref í átt að brú yfir Fossvog
Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti á fundi sínum á þriðjudag afgreiðslu skipulagsráðs þess efnis að tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog verði auglýst.

Brú yfir Fossvog myndi gerbreyta tengingu Kársness við miðborgina
Brú yfir Fossvog frá Kársnesi að suðurenda Reykjavíkurflugvallar gæti risið á innan við fjórum árum.

Brú yfir Fossvog forsenda uppbyggingar
Gert er ráð fyrir að hundruð íbúða muni rísa á Kársnesi á næstu árum.

Göngubrú yfir Fossvog geti borið strætisvagna
Samstaða er milli borgaryfirvalda í Reykjavík og bæjaryfirvalda í Kópavogi um að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði hönnuð þannig að hún geti borið strætisvagna þótt hún sé fyrst og fremst ætluð fyrir gangandi vegfarendur og hjólafólk.

Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag
"Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig.

Óttast að bátar barna farist við Fossvogsbrú
"Þar er ekki minnst á neinar neikvæðar hliðar við þessa brú, það er eins og það séu engin vandamál."

Fossvogsbrú yrði tákn aukinnar samvinnu
Jón Gnarr borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri hittust í Kópavogi í gær og ræddu um möguleikann á nýrri brú yfir Fossvog.