Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira
Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira