Nýtum sveigjanleika í skólamálum til að létta á samgöngum Indriði Stefánsson skrifar 9. febrúar 2021 11:00 Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs. Í erindisbréfi nefndarinnar er henni ætlað að sinna stefnumótun um almenningssamgöngur. Það kom mér því á óvart að frétta af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmiðlum. Á því fékk ég þær skýringar einar að vinnuhópur sem innihéldi ráðherra og bæjarstjóra gæti ekki tafið sig á því að blanda of mörgum aðilum í vinnuna. Horfum heildrænt á vandann Samgöngusáttmálinn er metnaðarfullur en ekki að fullu fjármagnaður, búast má við vegtollum strax á næsta ári nema til komi önnur fjármögnun. Þá verður lítill hluti samgöngusáttmálans kominn til framkvæmda. Hefði ég komið að sáttmálanum myndi ég leggja til að horfa heildrænt á vandann. Vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ágætlega umferð utan álagstíma og nýting almenningssamgangna er mun meiri á álagstímum en utan þeirra. Aðlögum þjónustuna að þörfum fólks Þegar um er að ræða mikla fjárfestingu er brýnt að við leysum rétt vandamál. Stór hluti vinnandi fólks hefur nokkurn sveigjanleika í því hvenær það sinnir vinnu. Þann sveigjanleika er oft ekki að finna í þjónustu sveitarfélaga. Ég tel að margir myndu kjósa þann kost að vera ekki að ferðinni á háannatíma en eiga ekki kost á því vegna opnunartíma leikskóla og frístundaheimila og það munar um hvern bíl á álagstímum. Tökum tillit til þarfa barna og unglinga Í heildrænni nálgun eru tækifæri til að auka lífsgæði fólks mikið. Líkamsklukka unglinga er ekki endilega vel fallin til þess að vakna klukkan sjö en ef skólinn byrjaði klukkan tíu væri það ekki vandamál, fyrir yngri börnin mættu frístundaheimili og leikskólar opna sjö á morgnanna og loka sex á kvöldin. Þá myndu börnin mæta á frístundaheimili í stað skóla og verða sótt þangað og börn sem labba í skólann gætu það í björtu nær allt árið. Ég er með þessu ekki að leggja til að börnin yrðu í 11 tíma vistun heldur væri í boði allt að 8 tíma gluggi yfir daginn. Með því að skólinn byrjaði klukkan tíu skapaðist jafnframt möguleiki til íþróttaæfinga á morgnanna sem myndi stuðla að mun betri nýtingu á íþróttamannvirkjum. Eflum leikskóla og frístundaheimili Til þess þyrftum við að efla starf leikskóla og frístundaheimila, enda rúmast þetta ekki að fullu innan núverandi fjárhagsramma. Ef við erum reiðubúin að setja 120 milljarða í að leysa verkefnið samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, getum við vel nýtt eitthvað af fjármunum í önnur verkefni sem jafnframt bæta umferðina. Þetta þarf líka að vinna í góðu samráði við starfsfólkið enda er það lykilatriði í að dæmið gangi upp. Þessi fjárfesting gæti síðan vel skilað sér fjárhagslega og í verulega bættum lífsgæðum barna og foreldra þeirra. Breyting sem að myndi nýtast öllum Með því að dreifa umferðinni yfir daginn mætti draga úr bæði heildarmengun og mengunartoppar yfir daginn myndu minnka. Með léttari umferð aukum við lífsgæði fólks, við jöfnum álag á Strætó og fólk fengi raunverulega frelsi til að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. Á sama tíma myndum við einfalda líf þeirra sem vinna utan núverandi opnunartíma leikskóla og frístundaheimila, t.d. vaktavinnu og verslunarfólks. Þennan ávinning gætum við líka fengið hratt. Allir hinir myndu síðan njóta þess að komast leiðar sinnar í minni umferð eða strætisvögnum sem ekki væru troðfullir af fólki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Samgöngur Indriði Stefánsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs. Í erindisbréfi nefndarinnar er henni ætlað að sinna stefnumótun um almenningssamgöngur. Það kom mér því á óvart að frétta af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmiðlum. Á því fékk ég þær skýringar einar að vinnuhópur sem innihéldi ráðherra og bæjarstjóra gæti ekki tafið sig á því að blanda of mörgum aðilum í vinnuna. Horfum heildrænt á vandann Samgöngusáttmálinn er metnaðarfullur en ekki að fullu fjármagnaður, búast má við vegtollum strax á næsta ári nema til komi önnur fjármögnun. Þá verður lítill hluti samgöngusáttmálans kominn til framkvæmda. Hefði ég komið að sáttmálanum myndi ég leggja til að horfa heildrænt á vandann. Vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ágætlega umferð utan álagstíma og nýting almenningssamgangna er mun meiri á álagstímum en utan þeirra. Aðlögum þjónustuna að þörfum fólks Þegar um er að ræða mikla fjárfestingu er brýnt að við leysum rétt vandamál. Stór hluti vinnandi fólks hefur nokkurn sveigjanleika í því hvenær það sinnir vinnu. Þann sveigjanleika er oft ekki að finna í þjónustu sveitarfélaga. Ég tel að margir myndu kjósa þann kost að vera ekki að ferðinni á háannatíma en eiga ekki kost á því vegna opnunartíma leikskóla og frístundaheimila og það munar um hvern bíl á álagstímum. Tökum tillit til þarfa barna og unglinga Í heildrænni nálgun eru tækifæri til að auka lífsgæði fólks mikið. Líkamsklukka unglinga er ekki endilega vel fallin til þess að vakna klukkan sjö en ef skólinn byrjaði klukkan tíu væri það ekki vandamál, fyrir yngri börnin mættu frístundaheimili og leikskólar opna sjö á morgnanna og loka sex á kvöldin. Þá myndu börnin mæta á frístundaheimili í stað skóla og verða sótt þangað og börn sem labba í skólann gætu það í björtu nær allt árið. Ég er með þessu ekki að leggja til að börnin yrðu í 11 tíma vistun heldur væri í boði allt að 8 tíma gluggi yfir daginn. Með því að skólinn byrjaði klukkan tíu skapaðist jafnframt möguleiki til íþróttaæfinga á morgnanna sem myndi stuðla að mun betri nýtingu á íþróttamannvirkjum. Eflum leikskóla og frístundaheimili Til þess þyrftum við að efla starf leikskóla og frístundaheimila, enda rúmast þetta ekki að fullu innan núverandi fjárhagsramma. Ef við erum reiðubúin að setja 120 milljarða í að leysa verkefnið samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, getum við vel nýtt eitthvað af fjármunum í önnur verkefni sem jafnframt bæta umferðina. Þetta þarf líka að vinna í góðu samráði við starfsfólkið enda er það lykilatriði í að dæmið gangi upp. Þessi fjárfesting gæti síðan vel skilað sér fjárhagslega og í verulega bættum lífsgæðum barna og foreldra þeirra. Breyting sem að myndi nýtast öllum Með því að dreifa umferðinni yfir daginn mætti draga úr bæði heildarmengun og mengunartoppar yfir daginn myndu minnka. Með léttari umferð aukum við lífsgæði fólks, við jöfnum álag á Strætó og fólk fengi raunverulega frelsi til að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. Á sama tíma myndum við einfalda líf þeirra sem vinna utan núverandi opnunartíma leikskóla og frístundaheimila, t.d. vaktavinnu og verslunarfólks. Þennan ávinning gætum við líka fengið hratt. Allir hinir myndu síðan njóta þess að komast leiðar sinnar í minni umferð eða strætisvögnum sem ekki væru troðfullir af fólki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun