Stærri fyrirtæki þurfa að styðja betur við nýsköpun Fida Abu Libdeh skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Ég hef verið að vinna með mörgum metnaðarfullum konum undanfarna mánuði, m.a. þátttakendum í nýsköpunarhraðli Háskóla Íslands, AWE, sem haldinn er í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Þær eiga margt sameiginlegt, meðal annars að vilja breyta okkar samfélagi til hins betra. Þær hafa hugvit og þrautseigju til að framkvæma og fylgja eftir sínum draumum. Það sem helst vakti athygli mína er hversu erfitt og flókið það er að eiga samtal við og fá stuðning frá stærri fyrirtækjum. Þau virðast vera mjög fjarlæg frumkvöðlum og ekki gera sér grein fyrir því að nýsköpun innan fyrirtækja er mjög mikilvæg og hún þarf ekki endilega að koma innan frá. Það virðist almennt vera erfitt fyrir þessar flottu konur og frumkvöðla, sem eru með frábærar hugmyndir, að fá stærri fyrirtæki til að funda, eiga samtal eða jafnvel að skrifa undir viljayfirlýsingu um að verkefnið sé áhugavert og að þau séu tilbúin að skoða nánara samstarf. Slíkar viljayfirlýsingar frá stærri fyrirtækjum eru mjög mikilvægar fyrir frumkvöðla og hjálpa þeim mikið með að fá styrki og fjármagna verkefnin sín. Ég hef áhyggjur af þessari breytingu í okkar samfélagi. Ég var alltaf að monta mig af því að við á Íslandi hefðum forskot þar sem svona „hierarchy“ er nánast ekki til staðar hér. Þegar við stofnuðum GeoSilica þá gátum við pantað fundi með forstjórum ýmissa fyrirtækja og viðmótið var til fyrirmyndar. Við fundum ekkert áþreifanlega fyrir því að við værum minni aðilar heldur fengum við hvatningu og meðbyr til að halda áfram með okkar hugmynd. Nýlega var ég viðstödd þegar nýsköpunarráðherrann okkar kynnti nýsköpunarstefnu Íslands. Ég tek undir hennar orð um að nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Ríkistjórnin hefur lagt mikla áherslu á að hvetja til nýsköpunar og þá sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, meðal annars með því að hækka endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í 35% og skattaafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpun í 75%. Ég velti því fyrir mér hvort þessi fyrirtæki hafi ekki áhuga á að hvetja til nýsköpunar og bæta samfélagið og hvort fyrirtæki, sem ekki hafa áhuga á eða hvetja til nýsköpunar, eigi þá slíkan stuðning skilið. Ég hvet fyrirtæki og stofnanir til að bæta níunda heimsmarkmiðinu við sína stefnu og taka vel á móti frumkvöðlum og rétta þeim hjálparhönd til að stuðla að uppbyggingu og hlúa að nýsköpun. Þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum, sem rekja má til COVID-19, er svarið ekki að draga úr nýsköpun heldur hefur hún aldrei verið jafn nauðsynleg. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Fida Abu Libdeh Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið að vinna með mörgum metnaðarfullum konum undanfarna mánuði, m.a. þátttakendum í nýsköpunarhraðli Háskóla Íslands, AWE, sem haldinn er í samvinnu við bandaríska sendiráðið. Þær eiga margt sameiginlegt, meðal annars að vilja breyta okkar samfélagi til hins betra. Þær hafa hugvit og þrautseigju til að framkvæma og fylgja eftir sínum draumum. Það sem helst vakti athygli mína er hversu erfitt og flókið það er að eiga samtal við og fá stuðning frá stærri fyrirtækjum. Þau virðast vera mjög fjarlæg frumkvöðlum og ekki gera sér grein fyrir því að nýsköpun innan fyrirtækja er mjög mikilvæg og hún þarf ekki endilega að koma innan frá. Það virðist almennt vera erfitt fyrir þessar flottu konur og frumkvöðla, sem eru með frábærar hugmyndir, að fá stærri fyrirtæki til að funda, eiga samtal eða jafnvel að skrifa undir viljayfirlýsingu um að verkefnið sé áhugavert og að þau séu tilbúin að skoða nánara samstarf. Slíkar viljayfirlýsingar frá stærri fyrirtækjum eru mjög mikilvægar fyrir frumkvöðla og hjálpa þeim mikið með að fá styrki og fjármagna verkefnin sín. Ég hef áhyggjur af þessari breytingu í okkar samfélagi. Ég var alltaf að monta mig af því að við á Íslandi hefðum forskot þar sem svona „hierarchy“ er nánast ekki til staðar hér. Þegar við stofnuðum GeoSilica þá gátum við pantað fundi með forstjórum ýmissa fyrirtækja og viðmótið var til fyrirmyndar. Við fundum ekkert áþreifanlega fyrir því að við værum minni aðilar heldur fengum við hvatningu og meðbyr til að halda áfram með okkar hugmynd. Nýlega var ég viðstödd þegar nýsköpunarráðherrann okkar kynnti nýsköpunarstefnu Íslands. Ég tek undir hennar orð um að nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn. Ríkistjórnin hefur lagt mikla áherslu á að hvetja til nýsköpunar og þá sérstaklega fyrir stærri fyrirtæki, meðal annars með því að hækka endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar í 35% og skattaafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpun í 75%. Ég velti því fyrir mér hvort þessi fyrirtæki hafi ekki áhuga á að hvetja til nýsköpunar og bæta samfélagið og hvort fyrirtæki, sem ekki hafa áhuga á eða hvetja til nýsköpunar, eigi þá slíkan stuðning skilið. Ég hvet fyrirtæki og stofnanir til að bæta níunda heimsmarkmiðinu við sína stefnu og taka vel á móti frumkvöðlum og rétta þeim hjálparhönd til að stuðla að uppbyggingu og hlúa að nýsköpun. Þrátt fyrir efnahagsástandið í heiminum, sem rekja má til COVID-19, er svarið ekki að draga úr nýsköpun heldur hefur hún aldrei verið jafn nauðsynleg. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun