Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2021 09:33 Gengið var frá kaupum Berjaya á 75% hlut í Icelandair Hotels í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en bókfært virði hlutarins er 1,7 milljónir króna sem samsvarar 13 þúsund Bandaríkjadölum. Í kjölfar kaupanna mun hótelfélagið hefja vinnu við breytingu á nafni og vörumerki hótelanna og hætta notkun Icelandair vörumerkisins þegar fram líða stundir. Stjórn Icelandair Group skrifaði í júlí 2019 undir kaupsamning við Berjaya Corporation Berhad um kaup á 75% hlut félagsins í Icelandair Hotels. Berjaya er stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan. Gengið var frá kaupunum í apríl á síðasta ári. Vel undir þetta búin Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir söluna á eftirstandandi hlut félagsins vera í takt við núverandi stefnu þess um að einbeita sér að flugrekstri og tengdri starfsemi. „Ég hef mikla trú á því að Ísland verði áfram eftirsóttur áfangastaður þegar faraldrinum lýkur og að Icelandair Hotels haldi áfram að vera í lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi á næstu árum. Ég vil þakka Berjaya fyrir gott samstarf og óska þeim og Icelandair Hotels alls hins besta í framtíðinni,” segir Bogi í tilkynningu. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að stjórnendur keðjunnar séu vel undir þetta búin og tilbúin að takast á við nýja tíma. „Við búum að góðri þekkingu og reynslu af bæði endurnýjun eldri vörumerkja sem og því að innleiða ný hótelvörumerki inn í okkar rekstur, og sú reynsla mun án efa nýtast okkur vel í þeim verkefnum sem framundan eru.“ „Við höfum nýtt tímann vel undanfarið í endurskipulagningu okkar reksturs sem og til undirbúnings á þeirri vegferð sem lá fyrir að væri framundan. Við hlökkum til aukins samstarfs við nýja eigendur í Malasíu, og erum þakklát öllu því góða fólki sem við höfum unnið með að uppbyggingu ferðaþjónustu hjá Icelandair Group til fjölda ára. Við ætlum áfram að vera leiðandi í hótelrekstri á Íslandi, og það verður spennandi að kynna þær nýjungar sem endurmörkun rekstrarins mun innibera,“ segir Magnea í tilkynningu frá Icelandair Group. Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Heimsfaraldur Covid-19 og ferðatakmarkanir höfðu mikil áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. Fréttin verður uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. 4. júní 2020 12:52 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en bókfært virði hlutarins er 1,7 milljónir króna sem samsvarar 13 þúsund Bandaríkjadölum. Í kjölfar kaupanna mun hótelfélagið hefja vinnu við breytingu á nafni og vörumerki hótelanna og hætta notkun Icelandair vörumerkisins þegar fram líða stundir. Stjórn Icelandair Group skrifaði í júlí 2019 undir kaupsamning við Berjaya Corporation Berhad um kaup á 75% hlut félagsins í Icelandair Hotels. Berjaya er stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan. Gengið var frá kaupunum í apríl á síðasta ári. Vel undir þetta búin Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir söluna á eftirstandandi hlut félagsins vera í takt við núverandi stefnu þess um að einbeita sér að flugrekstri og tengdri starfsemi. „Ég hef mikla trú á því að Ísland verði áfram eftirsóttur áfangastaður þegar faraldrinum lýkur og að Icelandair Hotels haldi áfram að vera í lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar hér á landi á næstu árum. Ég vil þakka Berjaya fyrir gott samstarf og óska þeim og Icelandair Hotels alls hins besta í framtíðinni,” segir Bogi í tilkynningu. Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að stjórnendur keðjunnar séu vel undir þetta búin og tilbúin að takast á við nýja tíma. „Við búum að góðri þekkingu og reynslu af bæði endurnýjun eldri vörumerkja sem og því að innleiða ný hótelvörumerki inn í okkar rekstur, og sú reynsla mun án efa nýtast okkur vel í þeim verkefnum sem framundan eru.“ „Við höfum nýtt tímann vel undanfarið í endurskipulagningu okkar reksturs sem og til undirbúnings á þeirri vegferð sem lá fyrir að væri framundan. Við hlökkum til aukins samstarfs við nýja eigendur í Malasíu, og erum þakklát öllu því góða fólki sem við höfum unnið með að uppbyggingu ferðaþjónustu hjá Icelandair Group til fjölda ára. Við ætlum áfram að vera leiðandi í hótelrekstri á Íslandi, og það verður spennandi að kynna þær nýjungar sem endurmörkun rekstrarins mun innibera,“ segir Magnea í tilkynningu frá Icelandair Group. Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Heimsfaraldur Covid-19 og ferðatakmarkanir höfðu mikil áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. Fréttin verður uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. 4. júní 2020 12:52 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. 4. júní 2020 12:52
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12
Icelandair tapaði 51 milljarði króna í fyrra Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna árið 2020. Faraldur nýju kórónuveirunnar og ferðatakmarkanir höfðu gífurleg áhrif á félagið og dróst sætaframboð saman um 81 prósent á árinu. 8. febrúar 2021 19:53