Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 16:51 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bindur vonir við að hægt verði að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum í sumar. Stöð2/Sigurjón Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair til sín í Víglínuna á Stöð 2 til að ræða stöðu þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þá mætir Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og Hótels Sögu í þáttinn en Bændasamtökin hafa ákveðið að standa ekki framar sjálf að hótelrekstri í húsinu. Forstjóri Icelandair segir að Icelandair gæti þurft að draga á lánalínu með ríkisábyrgð í haust ef sumarið bregðist.Stöð 2/Sigurjón Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári að meðtöldum afskriftum á flugvélum. Fyrirtækið hefur notið vinnumarkaðsaðgerða stjórnvalda og sótt sér á þriðja tug milljarða í nýju hlutafé. Enn er þó óljóst hvort félagið þarf að draga á fimmtán milljarða lánalínu með ríkisábyrgð á þessu ári. Farsóttin hefur reynt mjög á þanþol allra fyrirtækja í ferðaþjónustunni sem stóðu misjafnlega áður en hún hófst. Þannig höfðu staðið yfir miklar endurbætur á einu elsta og þekktasta hóteli landsins, hótel Sögu, þegar eftirspurn eftir gistingu hrundi á nokkrum dögum í upphafi síðasta árs. Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótel Sögu segir kórónuveirufaraldurinn hafi komið á Versta tíma fyrir Sögu þar sem mikil uppbygging hafði átt sér stað árin á undan.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótels Sögu mætir í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hún þekkir mjög vel til ferðaþjónustunnar í landinu en framtíð Hótels Sögu er í mikilli óvissu. Fyrirtækið hefur verið í greiðsluskjóli í nokkra mánuði og skuldar á fjórða milljarð króna. Meðal annars hefur verið rætt að Háskóli Íslands kaupi bygginguna en áhugi á byggingunni virðist mikill bæði hér á landi og meðal erlendra aðila. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair til sín í Víglínuna á Stöð 2 til að ræða stöðu þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þá mætir Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og Hótels Sögu í þáttinn en Bændasamtökin hafa ákveðið að standa ekki framar sjálf að hótelrekstri í húsinu. Forstjóri Icelandair segir að Icelandair gæti þurft að draga á lánalínu með ríkisábyrgð í haust ef sumarið bregðist.Stöð 2/Sigurjón Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári að meðtöldum afskriftum á flugvélum. Fyrirtækið hefur notið vinnumarkaðsaðgerða stjórnvalda og sótt sér á þriðja tug milljarða í nýju hlutafé. Enn er þó óljóst hvort félagið þarf að draga á fimmtán milljarða lánalínu með ríkisábyrgð á þessu ári. Farsóttin hefur reynt mjög á þanþol allra fyrirtækja í ferðaþjónustunni sem stóðu misjafnlega áður en hún hófst. Þannig höfðu staðið yfir miklar endurbætur á einu elsta og þekktasta hóteli landsins, hótel Sögu, þegar eftirspurn eftir gistingu hrundi á nokkrum dögum í upphafi síðasta árs. Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótel Sögu segir kórónuveirufaraldurinn hafi komið á Versta tíma fyrir Sögu þar sem mikil uppbygging hafði átt sér stað árin á undan.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótels Sögu mætir í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hún þekkir mjög vel til ferðaþjónustunnar í landinu en framtíð Hótels Sögu er í mikilli óvissu. Fyrirtækið hefur verið í greiðsluskjóli í nokkra mánuði og skuldar á fjórða milljarð króna. Meðal annars hefur verið rætt að Háskóli Íslands kaupi bygginguna en áhugi á byggingunni virðist mikill bæði hér á landi og meðal erlendra aðila. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43