Bregðist ferðasumarið þyrfti Icelandair sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 18:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir markmið félagsins að þurfa ekki að grípa til þess að nota lánalínu með ríkisábyrgð. Vísir/Sigurjón Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum snemma í sumar. Stór hluti af 51 milljarðs króna tapi félagsins á síðasta ári sé vegna afskrifa á flugvélum. Taki ferðalög ekki við sér í sumar þurfi félagið sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í haust. „Þetta er mikið tap en stór hluti af þessu tapi eru reiknishaldslegar færslur, við erum að færa niður óefnislegar eignir út af ástandinu, afskrifa okkar vélar og tæki, flugvélar, þó við séum ekkert að fljúga. Það er ekki peningur sem fer út úr kassanum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir að félaginu hafi tekist vel að takast á við árið. Hann segir þó líklegt að Icelandair hefði ekki komist í gegn um síðasta ár án aðkomu stjórnvalda. Icelandair fór í hlutafjárútboð í haust og breyttist eigendahópur Icelandair mikið í kjölfarið. Fyrir útboðið voru um 3000 aðilar sem áttu hlut í Icelandair en nú eru þeir um 14.500 og segir Bogi marga þar íslenskan almenning. „Það er alveg frábært, það sýnir mikið traust til okkar félags en við þurfum að standa undir mikilli ábyrgð og þetta er mikil ábyrgð sem okkur er sýnd og við ætlum klárlega að standa undir henni,“ segir Bogi. Hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var að bjóða upp á lánalínur með ríkisábyrgð. Bogi Nils hefur áður sagt að þau vilji forðast eftir bestu getu að draga á lánalínur með ríkisábyrgð en bregðist ferðalög í sumar gæti félagið þurft að grípa til þessa ráðs. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að nota ekki þessa lánalínu en ef það fer ekkert í gang í sumar og við verðum í hýði áfram í gegn um sumarið er líklegt að við þurfum að nota hana en við erum að róa að því öllum árum að þurfa ekki að draga á þessa lánalínu,“ sagði Bogi í dag. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Víglínan Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
„Þetta er mikið tap en stór hluti af þessu tapi eru reiknishaldslegar færslur, við erum að færa niður óefnislegar eignir út af ástandinu, afskrifa okkar vélar og tæki, flugvélar, þó við séum ekkert að fljúga. Það er ekki peningur sem fer út úr kassanum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir að félaginu hafi tekist vel að takast á við árið. Hann segir þó líklegt að Icelandair hefði ekki komist í gegn um síðasta ár án aðkomu stjórnvalda. Icelandair fór í hlutafjárútboð í haust og breyttist eigendahópur Icelandair mikið í kjölfarið. Fyrir útboðið voru um 3000 aðilar sem áttu hlut í Icelandair en nú eru þeir um 14.500 og segir Bogi marga þar íslenskan almenning. „Það er alveg frábært, það sýnir mikið traust til okkar félags en við þurfum að standa undir mikilli ábyrgð og þetta er mikil ábyrgð sem okkur er sýnd og við ætlum klárlega að standa undir henni,“ segir Bogi. Hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var að bjóða upp á lánalínur með ríkisábyrgð. Bogi Nils hefur áður sagt að þau vilji forðast eftir bestu getu að draga á lánalínur með ríkisábyrgð en bregðist ferðalög í sumar gæti félagið þurft að grípa til þessa ráðs. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að nota ekki þessa lánalínu en ef það fer ekkert í gang í sumar og við verðum í hýði áfram í gegn um sumarið er líklegt að við þurfum að nota hana en við erum að róa að því öllum árum að þurfa ekki að draga á þessa lánalínu,“ sagði Bogi í dag.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Víglínan Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33
Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18