Segir tíma til kominn að Man. City verði liðið hans Harrys Kane Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 13:00 Harry Kane í leiknum gegn Manchester City á laugardaginn. getty/Shaun Botterill Harry Kane yrði fullkominn fyrir Manchester City. Þetta segir Martin Samuel, pistlahöfundur hjá Daily Mail. Kane og félagar í Tottenham töpuðu 3-0 fyrir City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Kane var nálægt því að koma Spurs yfir snemma í leiknum en eftir að Rodri kom City yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Í pistli sínum spyr Samuel hvort Kane þurfi ekki að hugsa sér til hreyfings í sumar, sérstaklega ef Spurs nær ekki Meistaradeildarsæti. Samuel segir að Kane, sem verður 28 ára í júlí, eigi á hættu að eyða sínum bestu árum í hálfgerðri meðalmennsku hjá Tottenham. Samuel segir að Kane gæti gert gott lið City enn betra og fyllt skarð Sergios Agüero hjá liðinu. Argentínumaðurinn hefur lítið spilað með City í vetur vegna meiðsla og samningur hans við félagið rennur út í sumar. Þrátt fyrir að vera án Agüeros hefur City unnið hvern leikinn á fætur öðrum og er komið í góða stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur kallað Spurs „Harry Kane liðið“. Samuel segir að nú sé kominn tími til að City verði liðið hans Kanes. Kane hefur skorað þrettán mörk og gefið ellefu stoðsendingar í 21 deildarleik fyrir Spurs á tímabilinu. Hann er þriðji markahæstur í ensku úrvalsdeildinni og sá stoðsendingahæsti. Kane gæti unnið sinn fyrsta titil á ferlinum þegar Tottenham mætir City í úrslitaleik deildabikarsins 25. apríl. Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Kane og félagar í Tottenham töpuðu 3-0 fyrir City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Kane var nálægt því að koma Spurs yfir snemma í leiknum en eftir að Rodri kom City yfir með marki úr vítaspyrnu var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Í pistli sínum spyr Samuel hvort Kane þurfi ekki að hugsa sér til hreyfings í sumar, sérstaklega ef Spurs nær ekki Meistaradeildarsæti. Samuel segir að Kane, sem verður 28 ára í júlí, eigi á hættu að eyða sínum bestu árum í hálfgerðri meðalmennsku hjá Tottenham. Samuel segir að Kane gæti gert gott lið City enn betra og fyllt skarð Sergios Agüero hjá liðinu. Argentínumaðurinn hefur lítið spilað með City í vetur vegna meiðsla og samningur hans við félagið rennur út í sumar. Þrátt fyrir að vera án Agüeros hefur City unnið hvern leikinn á fætur öðrum og er komið í góða stöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur kallað Spurs „Harry Kane liðið“. Samuel segir að nú sé kominn tími til að City verði liðið hans Kanes. Kane hefur skorað þrettán mörk og gefið ellefu stoðsendingar í 21 deildarleik fyrir Spurs á tímabilinu. Hann er þriðji markahæstur í ensku úrvalsdeildinni og sá stoðsendingahæsti. Kane gæti unnið sinn fyrsta titil á ferlinum þegar Tottenham mætir City í úrslitaleik deildabikarsins 25. apríl.
Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira