Dómstóllinn segir útgöngubannið ekki hafa stoð í stjórnarskrá og því skuli því aflétt fyrir 3. mars þegar núverandi reglur renna út.
Útgöngubannið gildir alla daga frá 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana.
Útgöngubanninu í Hollandi hefur verið mótmælt harðlega og undir lok síðasta mánaðar kom til mikilla óeirða víða í landinu.
Talsmenn ríkisstjórnar Hollands hafa sagt ríkisstjórnina ætla að vega og meta ákvörðun dómstólsins áður en gripið verði til einhverra ráðstafana.