Þar segir enn fremur að rýmingu hafi verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geti því snúið heim.
Um eftirtalin hús er að ræða:
- Öll hús við Botnahlíð
- Múlavegur 37
- Baugsvegur 5
- Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56
- Fossgata 4, 5 og 7
- Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c
„Dregið hefur úr rigningu og veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomulitlu og kólnandi veðri fram á föstudag. Ekki er vitað til þess að ofanflóð hafi fallið frá því á mánudag. Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm. frá því á laugardag sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni,“ segir í tilkynningunni.
„Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð. Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.“