Málin gegn Ólafi Helga og tveimur starfsmönnum felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:57 Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/SigurjónÓ Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn fyrrverandi Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og tveimur starfsmönnum embættisins, saksóknarfulltrúa annars vegar og skjalastjóra hins vegar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðilar málsins hafi fengið staðfestingu þess efnis send Málin eru angi af hörðum deilum sem verið hafa á skrifstofu embættisins undanfarin misseri þar sem fléttast saman ásakanir um einelti, veikindaleyfi, ólögmætar uppsagnir, hallarbyltingu og tilfærslur í starfi. Lögmaður starfsmannanna tveggja fagnar niðurstöðunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru starfsmennirnir sakaðir um gagnaleka með því að hafa afhent þriðja aðila niðurstöðu fagráðs við eineltiskvörtunum þeirra. Starfsmennirnir tveir sökuðu meðal annars Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðing á ákærusviði embættisins, og mannauðsstjóra hjá embættinu um einelti. „Það er með öllu óþolandi að tvær saklausar konur, sem ekkert hafa til saka unnið annað en að vinna vinnuna sína, séu sakaðar um ólöglegt athæfi, þegar það blasir við öllum að þetta er hluti af miklu stærra og flóknara eineltismáli,“ segir Sara Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, fagnar niðurstöðunni.Íris Dögg Einarsdóttir „Það þurfti að hafa fyrir því, en það er ánægjuleg niðurstaða að málið sé fellt niður og ég sem verjandi fagna því fyrir hönd kvennanna tveggja að hið opinbera hafi loks áttað sig á hinum raunverulega málatilbúnaði.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega um málið í sumar. Þar kom fram að kvartanirnar vegna eineltis hefðu borist Ólafi Helga í byrjun júní, fagráðið tekið þær fyrir 20. júní og meintir eineltisgerendur boðaðir á fund nokkrum dögum síðar. Ólafur var sakaður um trúnaðarbrot í starfi með því að hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann setti spurningamerki við að tveir starfsmenn embættisins, þeirra á meðal Alda Hrönn, hefðu farið í veikindaleyfi á sama tíma. Sagði hann starfsmennina hafa farið í leyfi án þess að ræða við sig. Hann hefði raunar fengið þær upplýsingar í sjálfvirku svari við tölvupósti. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru kærð til héraðssaksóknara þann 1. október síðastliðinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá var Grímur Hergeirsson starfandi lögreglustjóri á Suðurnesjum eftir að Ólafur Helgi lét af störfum. Ólafur Helgi starfar nú sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru send í launað leyfi frá störfum sínum í nóvember. Reikna má með því að þau snúi aftur til starfa nú þegar málið hefur verið fellt niður. Háævarar deilur voru á skrifstofu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í sumar og samstarfsörðugleikar miklir eins og fram hefur komið. Ólafur Helgi var færður úr starfinu í ágúst og Úlfar Lúðvíksson tók við því í nóvember. Auglýst var eftir nýjum mannauðsstjóra í lok október. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðilar málsins hafi fengið staðfestingu þess efnis send Málin eru angi af hörðum deilum sem verið hafa á skrifstofu embættisins undanfarin misseri þar sem fléttast saman ásakanir um einelti, veikindaleyfi, ólögmætar uppsagnir, hallarbyltingu og tilfærslur í starfi. Lögmaður starfsmannanna tveggja fagnar niðurstöðunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru starfsmennirnir sakaðir um gagnaleka með því að hafa afhent þriðja aðila niðurstöðu fagráðs við eineltiskvörtunum þeirra. Starfsmennirnir tveir sökuðu meðal annars Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðing á ákærusviði embættisins, og mannauðsstjóra hjá embættinu um einelti. „Það er með öllu óþolandi að tvær saklausar konur, sem ekkert hafa til saka unnið annað en að vinna vinnuna sína, séu sakaðar um ólöglegt athæfi, þegar það blasir við öllum að þetta er hluti af miklu stærra og flóknara eineltismáli,“ segir Sara Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, fagnar niðurstöðunni.Íris Dögg Einarsdóttir „Það þurfti að hafa fyrir því, en það er ánægjuleg niðurstaða að málið sé fellt niður og ég sem verjandi fagna því fyrir hönd kvennanna tveggja að hið opinbera hafi loks áttað sig á hinum raunverulega málatilbúnaði.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega um málið í sumar. Þar kom fram að kvartanirnar vegna eineltis hefðu borist Ólafi Helga í byrjun júní, fagráðið tekið þær fyrir 20. júní og meintir eineltisgerendur boðaðir á fund nokkrum dögum síðar. Ólafur var sakaður um trúnaðarbrot í starfi með því að hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann setti spurningamerki við að tveir starfsmenn embættisins, þeirra á meðal Alda Hrönn, hefðu farið í veikindaleyfi á sama tíma. Sagði hann starfsmennina hafa farið í leyfi án þess að ræða við sig. Hann hefði raunar fengið þær upplýsingar í sjálfvirku svari við tölvupósti. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru kærð til héraðssaksóknara þann 1. október síðastliðinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá var Grímur Hergeirsson starfandi lögreglustjóri á Suðurnesjum eftir að Ólafur Helgi lét af störfum. Ólafur Helgi starfar nú sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru send í launað leyfi frá störfum sínum í nóvember. Reikna má með því að þau snúi aftur til starfa nú þegar málið hefur verið fellt niður. Háævarar deilur voru á skrifstofu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í sumar og samstarfsörðugleikar miklir eins og fram hefur komið. Ólafur Helgi var færður úr starfinu í ágúst og Úlfar Lúðvíksson tók við því í nóvember. Auglýst var eftir nýjum mannauðsstjóra í lok október.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35
Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09