Ásamt honum kepptu þeir Bjarki Guðmundsson, Georg Fannar Þórðarson og Gauti Guðmundsson í dag.
Sturla Snær átti góða fyrri ferð og var í öðru sæti að henni lokinni. Í þeirri seinni missti aðra legghlífina á miðri leið en það kom ekki að mikilli sök því hann endaði í fjórða sæti og var innan við sekúndu á eftir fyrsta manni.
Minnsti mögulegi munur var í þriðja sætið, eða bronsið. Aðeins munaði einum hundraðasta úr sekúndu.
Gauti Guðmundsson endaði í 31. sæti og var því ekki langt frá því að komast áfram en 25 efstu komust í aðalkeppnina. Bjarki Guðmundsson og Georg Fannar Þórðarson náðu ekki að ljúka fyrri ferð.
Á morgun fer fram síðasta keppnisgreinin á HM í alpagreinum og er það aðalkeppnin í svigi karla. Sturla Snær Snorrason verður eini íslenski keppandi þar.