Mótmælin fóru einnig fram í stórborgum á borð við Sydney og Brisbane en talið er að nokkur þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum á landsvísu.

Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir einum mótmælanda að hann segi yfirvöld ekki getað þvingað sig til að fara í bólusetningu, en samkvæmt áætlunum þar í landi er ekki skylda að fara í bólusetningu þó hún sé gjaldfrjáls.
Um 700 þúsund framlínustarfsmenn eru í fyrsta forgangshópi, þar á meðal heilbrigðisstarfsmenn, starfsmenn á hjúkrunarheimilum og þeir sem starfa við landamæraeftirlit. Stefnt er að því að fjórar milljónir verði búnar að fá bóluefni snemma í mars.
Alls hafa tæplega 29 þúsund greinst með veiruna í Ástralíu frá því að faraldurinn hófst og um 900 látist af völdum hennar.