Formaður flugvirkja segir Frontex-verkefni Landhelgisgæslunnar í uppnámi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 23:33 Guðmundur segir Gæsluna hafa haft töluverðar tekjur af Frontex-verkefnum sínum, sem nú séu í uppnámi. Myndin er tekin um borð í TF-SIF, sem hefur sinnt landamæragæslu erlendis. Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan hefur „skipað“ flugvirkjum að fara utan þrátt fyrir að ekkert sé fjallað um störf utan landsteinanna í nýjum kjarasamning. Þetta segir Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Guðmundur segist ekki sjá hvernig Gæslan ætli að sinna verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, án þess að ganga til samninga við FVFÍ. Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríkið lauk á dögunum með niðurstöðu gerðardóms. Forsvarsmenn FVFÍ eru síður en svo sáttir við málalok en Alþingi hafði áður sett lög á verkfall félagsmanna í nóvember síðastliðnum. Síðustu daga hefur FVFÍ legið yfir samningnum en Guðmundur segir löngu ljóst að ýmislegt sé enn ófrágengið, þar á meðal hvernig hátta skal málum þegar flugvirkjar eru beðnir um að taka að sér verkefni erlendis. Samningsumboðið hjá félaginu, ekki einstaka starfsmönnum Í gamla samningum voru ákvæði um kaup og kjör vegna fyrrnefndra verkefna en þau voru tekin út og er hvergi að finna í nýja samningnum, að sögn Guðmundar. Þessu var mótmælt þegar samningaviðræður stóðu yfir, bætir hann við, án árangurs. Að sögn Guðmundar kveður kjarasamningurinn á um að Gæslan verði að gera sérstakan samning við FVFÍ vegna verkefna erlendis. Nú sé sú staða hins vegar komin upp að Gæslan sé að „skipa“ mönnum út, án þess að samningur liggi fyrir. „Við höfum sent þeim bréf og beðið þá um að láta af þessum ágangi á okkar félagsmenn og bent á að þeir þurfi að virða nýjan kjarasamning,“ segir Guðmundur. „Samningsumboðið er hjá félaginu en ekki hjá einstaka flugvirkjum.“ Formaðurinn segist fullviss um að Landhelgisgæslan muni lenda í vandræðum ef hún gengur ekki til samninga við félagið, þar sem það sé ekki freistandi fyrir flugvirkja að fara út eins og mál eru stödd. „Mínir félagsmenn sjá sér engan hag í því að fara á sömu launakjörum í erlend verkefni og vera burtu frá fjölskyldum sínum.“ Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“ Vinnumarkaður Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27 Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02 Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47 Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Guðmundur segist ekki sjá hvernig Gæslan ætli að sinna verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, án þess að ganga til samninga við FVFÍ. Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríkið lauk á dögunum með niðurstöðu gerðardóms. Forsvarsmenn FVFÍ eru síður en svo sáttir við málalok en Alþingi hafði áður sett lög á verkfall félagsmanna í nóvember síðastliðnum. Síðustu daga hefur FVFÍ legið yfir samningnum en Guðmundur segir löngu ljóst að ýmislegt sé enn ófrágengið, þar á meðal hvernig hátta skal málum þegar flugvirkjar eru beðnir um að taka að sér verkefni erlendis. Samningsumboðið hjá félaginu, ekki einstaka starfsmönnum Í gamla samningum voru ákvæði um kaup og kjör vegna fyrrnefndra verkefna en þau voru tekin út og er hvergi að finna í nýja samningnum, að sögn Guðmundar. Þessu var mótmælt þegar samningaviðræður stóðu yfir, bætir hann við, án árangurs. Að sögn Guðmundar kveður kjarasamningurinn á um að Gæslan verði að gera sérstakan samning við FVFÍ vegna verkefna erlendis. Nú sé sú staða hins vegar komin upp að Gæslan sé að „skipa“ mönnum út, án þess að samningur liggi fyrir. „Við höfum sent þeim bréf og beðið þá um að láta af þessum ágangi á okkar félagsmenn og bent á að þeir þurfi að virða nýjan kjarasamning,“ segir Guðmundur. „Samningsumboðið er hjá félaginu en ekki hjá einstaka flugvirkjum.“ Formaðurinn segist fullviss um að Landhelgisgæslan muni lenda í vandræðum ef hún gengur ekki til samninga við félagið, þar sem það sé ekki freistandi fyrir flugvirkja að fara út eins og mál eru stödd. „Mínir félagsmenn sjá sér engan hag í því að fara á sömu launakjörum í erlend verkefni og vera burtu frá fjölskyldum sínum.“ Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“
Túlkunaratriði? Annar kafli nýs kjarasamnings flugvirkja og ríkisins fjallar um vinnustað og vinnutíma. Þar segir fyrst að fastur vinnustaður flugvirkja sé á varanlegum starfsstöðvum Landhelgisgæslu Íslands, í framhaldinu að vinnuvika starfsmanna í fullu starfi séu 40 stundir og síðan er fjallað um dagvinnu, yfirvinnu, hvíldartíma og annað. Spurður að því hvort stjórnendur Landhelgisgæslunnar líti ekki einfaldlega svo á að umrædd ákvæði eigi við um störf bæði heima og hérlendis, og því sé ekki þörf á sérsamningi, svara Guðmundur játandi. Hins vegar sé alveg ljóst að það sem kveðið sé á um í samningnum eigi alls ekki við um störf erlendis, þar sem starfsaðstæður séu allt aðrar. Þar sé unnið á alls konar vöktum og undir allt öðru álagi. Því hafi lögmenn FVFÍ komist að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði samningsins gildi varðandi vinnu utanlands: „Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.“
Vinnumarkaður Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27 Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02 Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47 Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Flugvirkjar afar ósáttir við úrskurð gerðardóms Langvinnri kjaradeilu flugvirkja við ríki lauk með niðurstöðu gerðardóms. Hún var birt á vef á vef ríkissáttasemjara í dag. 18. febrúar 2021 16:27
Deilan komin til gerðardóms Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma. 5. janúar 2021 13:02
Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna. 27. nóvember 2020 20:47
Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar. 27. nóvember 2020 19:20