IWF kærir MAST til ÚU Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 13:07 The Icelandic Wildlife Fund (IWF) hefur kært Matvælastofnun (MAST) til úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚU) og krefst þess að nefndin hlutist til um að MAST birti upplýsingar um eftirlit með sjókvíaeldisfyrirtækjum í samræmi við lög og reglur. „Við hjá IWF fögnum því að úrskurðarnefndin hefur brugðist hratt við erindi okkar, en staðan er þó sú að þann 2. og 3. mars renna út umsagnafrestir, hjá MAST annars vegar og Umhverfisstofnun hins vegar, vegna breytinga á leyfum Fiskeldis Austfjarða án þess að þessar lögbundnu upplýsingar séu aðgengilegar,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins eða The Icelandic Wildlife Fund (IWF). ÚU hefur tekið málið til meðferðar og kallað eftir gögnum frá aðilum máls. Ný reglugerð um fiskeldi gildi 1. júní 2020 en frá þeim tíma hefur MAST aldrei birt þær upplýsingar sem stofnuninni er skylt að gera. Reglugerðin byggir á lögum sem voru samþykkt á Alþingi 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Málið er liður í langvarandi baráttu IWF við fiskeldisfyrirtækin en ítrekað hafa samtökin bent á þá umhverfisvá sem þeir telja að fylgi einkum sjókvíaeldinu. Ber lögum samkvæmt að birta upplýsingar „Við höfum ítrekað óskað eftir því við MAST að fá aðgang að þessum upplýsingum,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. „Það er fráleit staða að þurfa að leita til úrskurðarnefndarinnar til að fá aðgang að upplýsingum sem MAST er skylt að birta. Sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður og þetta eru mikilvægar upplýsingar um þessa starfsemi.“ Meðal þeirra upplýsinga sem IWF hefur óskað eftir eru skýrslur með lýsingu á því sem fram kom í nýjustu eftirlitsheimsóknum MAST til þeirra fyrirtækja sem stunda sjókvíaeldi hér við land og hvort starfsemin sé í samræmi við rekstrarleyfisskilyrði, en samkvæmt reglugerðinni skal Matvælastofnun „leitast við að birta ofangreint innan tveggja mánaða frá eftirlitsheimsókn.“ Og niðurstöðum vöktunar á viðkomu sníkjudýra og MAST skal birta innan tuttugu daga eftir skil frá sjókvíaeldisfyrirtækjunum samkvæmt reglugerðinni. Segir um óásættanleg lausatök að ræða Jón bendir á að í greinargerð sem fylgdi með drögum að frumvarpinu um breytingar á lagaákvæðum um fiskeldi, og var samþykkt á Alþingi í júní 2019, var sérstakur kafli um bætt eftirlit og upplýsingaskyldu opinberra stofnana um sjókvíaeldisiðnaðinn. Þar kemur fram að því sé ætlað að ætlað að leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirliti með fiskeldi. Og krafa gerð um aukna upplýsingagjöf og betra aðgengi almennings að upplýsingum sem tengjast fiskeldi. Jón segir að MAST hafi þessi fyrirmæli að engu. „Þetta ástand er í raun lýsandi fyrir óásættanleg lausatök opinberra stofnana með þessum mengandi iðnaði sem skaðar umhverfið og lífríkið.“ Stjórnsýsla Fiskeldi Félagasamtök Lax Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
„Við hjá IWF fögnum því að úrskurðarnefndin hefur brugðist hratt við erindi okkar, en staðan er þó sú að þann 2. og 3. mars renna út umsagnafrestir, hjá MAST annars vegar og Umhverfisstofnun hins vegar, vegna breytinga á leyfum Fiskeldis Austfjarða án þess að þessar lögbundnu upplýsingar séu aðgengilegar,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins eða The Icelandic Wildlife Fund (IWF). ÚU hefur tekið málið til meðferðar og kallað eftir gögnum frá aðilum máls. Ný reglugerð um fiskeldi gildi 1. júní 2020 en frá þeim tíma hefur MAST aldrei birt þær upplýsingar sem stofnuninni er skylt að gera. Reglugerðin byggir á lögum sem voru samþykkt á Alþingi 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Málið er liður í langvarandi baráttu IWF við fiskeldisfyrirtækin en ítrekað hafa samtökin bent á þá umhverfisvá sem þeir telja að fylgi einkum sjókvíaeldinu. Ber lögum samkvæmt að birta upplýsingar „Við höfum ítrekað óskað eftir því við MAST að fá aðgang að þessum upplýsingum,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. „Það er fráleit staða að þurfa að leita til úrskurðarnefndarinnar til að fá aðgang að upplýsingum sem MAST er skylt að birta. Sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður og þetta eru mikilvægar upplýsingar um þessa starfsemi.“ Meðal þeirra upplýsinga sem IWF hefur óskað eftir eru skýrslur með lýsingu á því sem fram kom í nýjustu eftirlitsheimsóknum MAST til þeirra fyrirtækja sem stunda sjókvíaeldi hér við land og hvort starfsemin sé í samræmi við rekstrarleyfisskilyrði, en samkvæmt reglugerðinni skal Matvælastofnun „leitast við að birta ofangreint innan tveggja mánaða frá eftirlitsheimsókn.“ Og niðurstöðum vöktunar á viðkomu sníkjudýra og MAST skal birta innan tuttugu daga eftir skil frá sjókvíaeldisfyrirtækjunum samkvæmt reglugerðinni. Segir um óásættanleg lausatök að ræða Jón bendir á að í greinargerð sem fylgdi með drögum að frumvarpinu um breytingar á lagaákvæðum um fiskeldi, og var samþykkt á Alþingi í júní 2019, var sérstakur kafli um bætt eftirlit og upplýsingaskyldu opinberra stofnana um sjókvíaeldisiðnaðinn. Þar kemur fram að því sé ætlað að ætlað að leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirliti með fiskeldi. Og krafa gerð um aukna upplýsingagjöf og betra aðgengi almennings að upplýsingum sem tengjast fiskeldi. Jón segir að MAST hafi þessi fyrirmæli að engu. „Þetta ástand er í raun lýsandi fyrir óásættanleg lausatök opinberra stofnana með þessum mengandi iðnaði sem skaðar umhverfið og lífríkið.“
Stjórnsýsla Fiskeldi Félagasamtök Lax Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira