Thomas Tuchel um hetju Chelsea í gær: Eins og hann sé ennþá tvítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Olivier Giroud fékk bæði hrós fyrir formið og hugarfarið þegar knattspyrnustjóri hans talaði um Frakkann eftir leikinn í gær. Getty/Cristi Preda Thomas Tuchel, knattspyrnspyrnustjóri Chelsea, var auðvitað mjög sáttur með hetju kvöldsins en franski framherjinn Olivier Giroud tryggði Chelsea 1-0 sigur á Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta var fyrri leikur liðanna og heimaleikur Atletico Madrid þótt að hann hafi verið spilaður í Búkarest í Rúmeníu vegna sóttvarnartakmarkanna á Spáni. Olivier Giroud skoraði þetta mikilvæga mark og eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu á 68. mínútu. „Hann æfir eins og hann sé 20 ára eða 24 ára. Hann er gæi sem er með góða blöndu af alvarleika og gleði á æfingum,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn í gær. Olivier Giroud er hins vegar orðinn 34 ára og þurfti oft að dúsa á bekknum þegar Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea. Frakkinn hefur þrátt fyrir það alltaf nýtt tækifærin sín vel. Giroud skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Rennes í riðlakeppninni sem og fernu á móti Sevilla. Like fine wine? Olivier Giroud produces another Champions League special to make it advantage Chelsea at h/t #ATLCHE https://t.co/rnRzeE76nH— George Sessions (@GeorgeSessions) February 24, 2021 Giroud er því alls með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í ár og alls 11 mörk í öllum keppnum. Hann er að skora á 91 mínútu fresti á þeim mínútum sem hann spilar. „Þetta kemur þeim sem sjá hann á hverjum degi ekki á óvart. Hann er í frábæru formi, skrokkurinn lítur vel út og hann er líkamlega í hæsta flokki,“ sagði Tuchel. „Hann er líka alltaf jákvæður og hefur mikil áhrif innan liðsins. Hann getur byrjað hjá okkur eða komið inn af bekknum. Hann hefur öll gæðin sem þarf til að hjálpa liðinu,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Þetta var fyrri leikur liðanna og heimaleikur Atletico Madrid þótt að hann hafi verið spilaður í Búkarest í Rúmeníu vegna sóttvarnartakmarkanna á Spáni. Olivier Giroud skoraði þetta mikilvæga mark og eina mark leiksins með hjólhestaspyrnu á 68. mínútu. „Hann æfir eins og hann sé 20 ára eða 24 ára. Hann er gæi sem er með góða blöndu af alvarleika og gleði á æfingum,“ sagði Thomas Tuchel við Sky Sports eftir leikinn í gær. Olivier Giroud er hins vegar orðinn 34 ára og þurfti oft að dúsa á bekknum þegar Frank Lampard var knattspyrnustjóri Chelsea. Frakkinn hefur þrátt fyrir það alltaf nýtt tækifærin sín vel. Giroud skoraði sigurmark í uppbótartíma á móti Rennes í riðlakeppninni sem og fernu á móti Sevilla. Like fine wine? Olivier Giroud produces another Champions League special to make it advantage Chelsea at h/t #ATLCHE https://t.co/rnRzeE76nH— George Sessions (@GeorgeSessions) February 24, 2021 Giroud er því alls með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni í ár og alls 11 mörk í öllum keppnum. Hann er að skora á 91 mínútu fresti á þeim mínútum sem hann spilar. „Þetta kemur þeim sem sjá hann á hverjum degi ekki á óvart. Hann er í frábæru formi, skrokkurinn lítur vel út og hann er líkamlega í hæsta flokki,“ sagði Tuchel. „Hann er líka alltaf jákvæður og hefur mikil áhrif innan liðsins. Hann getur byrjað hjá okkur eða komið inn af bekknum. Hann hefur öll gæðin sem þarf til að hjálpa liðinu,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira