Norðurlöndin án jarðefnaeldsneytis Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun