Tryggvi flytur á Blönduós og snýr aftur í þjálfun Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2021 10:00 Koma Trygga Guðmundssonar er hvalreki fyrir húnvetnskt íþróttalíf, segir í tilkynningu frá Kormáki/Hvöt. Tryggvi Guðmundsson, markahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, er orðinn þjálfari á nýjan leik en hann verður búsettur á Blönduósi í sumar og mun stýra liði Kormáks/Hvatar í 4. deild karla. Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni. Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Tryggvi viðurkenndi í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf fyrir skömmu að hann hefði áhuga á að snúa aftur í þjálfun og nú er það orðið að veruleika. Eftir einstakan feril sem leikmaður hefur Tryggvi reynt lítillega fyrir sér sem þjálfari. Hann var um tíma aðstoðarþjálfari ÍBV en var rekinn sumarið 2015 í kjölfar þess að hann mætti undir áhrifum áfengis á æfingu. Hann var svo aðalþjálfari Grafarvogsliðsins Vængja Júpiters í 3. deild sumarið 2019 en hefur ekki þjálfað síðan. „Ef að einhver vill prófa að láta mig taka við, þá er bara að hafa samband. En ég veit að það eru rosalega margir sem hafa áhyggjur af því að ég gæti runnið til á svellinu. Menn eru kannski hræddir við að ráða mig, og það er bara sanngjarnt,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. Ætla sér upp í þriðju deild Þar tók Tryggvi reyndar fram að hann hygðist áfram búa í Reykjavík. Það breyttist þegar forráðamenn Kormáks/Hvatar höfðu samband en í tilkynningu hins sameinaða félags, sem staðsett er á Blönduósi og Hvammstanga, segir að Tryggvi muni búa á Blönduósi. Þar segir einnig að hann hafi þegar tekið til starfa og vonir standi til þess að undir stjórn Tryggva nái Kormákur/Hvöt því markmiði sínu að komast upp í 3. deild eftir að hafa verið nærri því tvö síðustu ár. Tryggvi átti afar farsælan feril sem leikmaður og er sá íslenski leikmaður sem skorað hefur flest mörk í deildakeppni ef horft er til leikja innanlands og erlendis, eða 223 mörk. Hann er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi með 131 mark en önnur mörk skoraði hann í neðri deildum á Íslandi og í norsku og sænsku úrvalsdeildinni.
Íslenski boltinn Blönduós Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira