Einvígi Rangers og Royal Antwerp í Evrópudeildinni setti met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 22:45 Rangers léku listir sínar í kvöld. Craig Williamson/Getty Images Rangers vann 5-2 sigur á Royal Antwerp í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Um er að ræða met í fjölda marka í einvígi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en fyrri leik liðanna lauk 4-3 Rangers í vil. Leikur kvöldsins var frábær skemmtun en Alfredo Morelos kom heimamönnum yfir á níundu mínútu. Lior Refaelov jafnaði metin þegar hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Í þeim síðari skoraði Natan Petterson strax í upphafi og staðan 2-1 Rangers í vil. Ryan Kent bætti við marki fyrir heimamenn á 55. mínútu og staðan 3-1, Morelos lagði upp bæði mörkin. Didier Lamkel Ze minnkaði muninn fyrir Antwerp skömmu síðar en undir lok leiks fengu heimamenn tvær vítaspyrnur. Borna Barisic skoraði úr þeirri fyrri og Cedric Itten úr þeirri seinni, lokatölur því 5-2 og lærisveinar Steven Gerrard fara áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að vinna einvígið samtals 9-5. GALLERY: Rangers 5-2 Royal Antwerp Check out the full match gallery: https://t.co/3Y6loMGIjL pic.twitter.com/OsesHAs1dq— Rangers Football Club (@RangersFC) February 25, 2021 Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í tveggja leikja einvígi í Evrópudeildinni. Tveir leikir og 14 mörk skoruð, því miður fyrir Rangers voru stuðningsmenn ekki leyfðir en Ibrox-völlurinn í Glasgow í Skotlandi hefði nötrað af stemmningu í kvöld. Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu á morgun. Ásamt Rangers má þar finna lið á borð við Manchester United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Ajax, Villareal, Molde, Roma og PSV Eindhoven. Rangers 9-5 Antwerp is the highest-scoring two-legged knock-out game in #UEL history.A goal every 12.8 minutes over the two legs. pic.twitter.com/pGGv59b9Vp— Squawka Football (@Squawka) February 25, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15 Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Leikur kvöldsins var frábær skemmtun en Alfredo Morelos kom heimamönnum yfir á níundu mínútu. Lior Refaelov jafnaði metin þegar hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Í þeim síðari skoraði Natan Petterson strax í upphafi og staðan 2-1 Rangers í vil. Ryan Kent bætti við marki fyrir heimamenn á 55. mínútu og staðan 3-1, Morelos lagði upp bæði mörkin. Didier Lamkel Ze minnkaði muninn fyrir Antwerp skömmu síðar en undir lok leiks fengu heimamenn tvær vítaspyrnur. Borna Barisic skoraði úr þeirri fyrri og Cedric Itten úr þeirri seinni, lokatölur því 5-2 og lærisveinar Steven Gerrard fara áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að vinna einvígið samtals 9-5. GALLERY: Rangers 5-2 Royal Antwerp Check out the full match gallery: https://t.co/3Y6loMGIjL pic.twitter.com/OsesHAs1dq— Rangers Football Club (@RangersFC) February 25, 2021 Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í tveggja leikja einvígi í Evrópudeildinni. Tveir leikir og 14 mörk skoruð, því miður fyrir Rangers voru stuðningsmenn ekki leyfðir en Ibrox-völlurinn í Glasgow í Skotlandi hefði nötrað af stemmningu í kvöld. Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu á morgun. Ásamt Rangers má þar finna lið á borð við Manchester United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Ajax, Villareal, Molde, Roma og PSV Eindhoven. Rangers 9-5 Antwerp is the highest-scoring two-legged knock-out game in #UEL history.A goal every 12.8 minutes over the two legs. pic.twitter.com/pGGv59b9Vp— Squawka Football (@Squawka) February 25, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15 Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15
Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01
Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55
Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45