Athafnahjónin Einar Sörli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir hafa verið að gera upp og breyta húsum og íbúðum á síðustu árum og oft með frábærum árangri.
Eignin sem var skoðuð í gær er í gamla Vesturbænum og þurftu þau hjónin að brjóta upp glugga í eldhúsinu til að koma fyrir frönskum svölum og setja franskar hurðir og svalahandrið.
Þannig hafa þau breytt alveg upplifun og notkun íbúðarinnar sem kemur einstaklega vel út.
Einnig fór Vala og hitti ritstjórann Hönnu Ingibjörgu Arnarsdóttur á tímaritinu Hús og híbýli sem er alltaf með puttann á púlsinum hvað varðar það allra nýjasta í innanhússhönnun á Íslandi en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.