Sjálfsvíg eru raunveruleiki Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 28. febrúar 2021 11:00 Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun