„Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. mars 2021 07:41 Hertogahjónin af Sussex settust niður með vinkonu sinni Opruh Winfrey á dögunum fyrir viðtal sem sýnt verður á CBS-sjónvarpsstöðinni eftir tæpa viku. Sjónvarpsstöðin CBS hefur bæði birt stiklu og myndbrot úr viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem sýnt verður á sjónvarpsstöðinni þann 7. mars. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Um er að ræða fyrsta viðtalið sem þau veita fjölmiðlum eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum fyrir um ári síðan og fluttu frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Winfrey, sem er góð vinkona hjónanna, ræðir fyrst við Meghan og svo við hjónin saman en Meghan sést ekki segja neitt, hvorki í stiklunni fyrir viðtalið né broti úr því sem CBS birti í gær. Winfrey sjálf sést tala í stiklunni og segir meðal annars að það sé ekkert málefni sem ekki megi ræða í viðtalinu. Þá spyr hún Meghan hvort hún hafi kosið að þegja eða verið þaggað niður í henni. Svar Meghan við spurningunni er ekki sýnt í stiklunni. watch on YouTube „Ég hafði mestar áhyggjur af því að sagan myndi endurtaka sig,“ segir Harry hins vegar í stiklunni og þótt samhengið liggi ekki ljóst fyrir má ætla að hann sé að vísa í móður sína, Díönu prinsessu, og dauða hennar í bílslysi árið 1997. Díana fékk sjaldan frið frá æsifréttaljósmyndurum eftir að hún tók saman við Karl Bretaprins í kringum 1980 og voru þeir að elta hana þegar slysið örlagaríka varð í undirgöngum í París í ágúst 1997. Harry og Meghan hafa áður talað um ágengni fjölmiðla á þau sjálf og þau slæmu áhrif sem hún hefur haft á þau og þeirra líf. Í viðtalsbrotinu sem CBS birti samhliða stiklunni vísar Harry einnig til móður sinnar og hversu erfitt það hljóti að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt ein. watch on YouTube „Þú veist, fyrir mig, ég er bara mjög feginn og hamingjusamur að sitja hér og vera að tala við þig með konuna mína mér við hlið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það hlýtur að hafa verið fyrir hana að ganga í gegnum þetta allt einsömul fyrir öllum þessum árum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt fyrir okkur tvö en við höfðum þó að minnsta kosti hvort annað,“ segir Harry í viðtalinu.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira