Sjö sendir til baka án gildra vottorða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 15:04 Frá störfum lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun. Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira