„Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 00:35 Sérfræðingar Veðurstofu Íslands á vettvangi í dag. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu standa vaktina í alla nótt, venju samkvæmt, og fylgjast með jarðhræringunum á Reykjanesi. Unnið er á tvöföldum þessa dagana en staðan nú um miðnætti var óbreitt frá því fyrr í kvöld; Enn eru merki um óróa þótt nokkuð hafi dregið úr frá því síðdegis, en jarðskjálftavirkni er enn mikil. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi.“ Vísir náði tali af Bjarka á miðjum vaktaskiptum um miðnætti í kvöld. „Einar er að fara heim núna og Salóme er komin og svo er einn veðurfræðingur í viðbót. Og svo auðvitað ef að eitthvað gerist þá getur maður verið viss um að það verður troðfullt af fólki hérna,“ segir Bjarki og vísar þar til kollega sinna á Veðurstofunni. „Við erum tvöföld vakt hérna, við erum búin að vera það síðan þetta byrjaði og erum að reyna yfirfara skjálfta og skrifa tilkynningar ef það er eitthvað að tilkynna um og svo passa að við sjáum eitthvað ef það byrjar einhvern tímann. Eða ekki,“ segir Bjarki. Ekki fólk á svæðinu núna Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa jafnframt staðið vaktina og fylgst með gangi mála á vettvangi í grennd við Keili í dag. „Við erum ekki með fólk á svæðinu núna. Það er búið að vera fólk á svæðinu frá okkur í kvöld og ég veit ekki allt saman sem þau eru búin að gera en þau eru alla veganna búin að setja upp nýja vefmyndavél við Hvassahraun sem bendir í suður, svo við getum séð eitthvað,“ segir Bjarki. „En það eru alla veganna allir á leiðinni heim eða komnir í bæinn.“ Bjarki kveðst ekki vita til þess hvort flogið hafi verið aftur yfir svæðið í kvöld til að kanna hvort eitthvað sé að sjá. „Þau flugu yfir með Gæslunni í eftirmiðdaginn en það hefur ekkert verið flogið með Gæslunni aftur í kvöld, og auðvitað heldur ekkert æðislegt veður yfir svæðinu þarna. En ég veit ekki hvort það standi til að fljúga yfir á morgun,“ segir Bjarki. Gögn úr gervitungli geta varpað ljósi á stöðuna Von var á gervitunglamynd í kvöld sem að fer í vinnslu í kvöld og í nótt og viðbúið að niðurstöður úr greiningu þeirra gagna liggi fyrir um hádegisbil á morgun. „Það fer allt eftir því hversu hratt þau geta unnið úr gögnunum,“ segir Bjarki. Spurður hvort skjálftavirknin sé eitthvað færast til á beltinu segir hann erfitt að segja til um það á þessari stundu. „Það eru sumir skjálftar sem eru í suður enda á þessu sprungukerfi sem við erum með en það eru ekkert svo margir svo það er erfitt að segja til um það að svo stöddu, hvort þeir eru að færast suðvestur eða ekki. En skjálftavirknin sem er þarna og er búin að vera síðustu daga, hún er alltaf að færast upp og niður meðfram þessari sprungu sem fer suðvestur af Keili. Ég held að það sé lítið búið að vera að hoppa austur eins og er, og lítið í nótt líka. Hún er aðallega búin að liggja á þessu svæði suðvestur af Keili,“ útskýrir Bjarki. Hann segir að yfirfara þurfi enn fleiri skjálfta til að geta sagt til um hvort virknin sé að færast meira til. Í öllu falli standa sérfræðingar Veðurstofunnar vaktina og senda frá sér tilkynningar jafnóðum ef eitthvað breytist. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira
„Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi.“ Vísir náði tali af Bjarka á miðjum vaktaskiptum um miðnætti í kvöld. „Einar er að fara heim núna og Salóme er komin og svo er einn veðurfræðingur í viðbót. Og svo auðvitað ef að eitthvað gerist þá getur maður verið viss um að það verður troðfullt af fólki hérna,“ segir Bjarki og vísar þar til kollega sinna á Veðurstofunni. „Við erum tvöföld vakt hérna, við erum búin að vera það síðan þetta byrjaði og erum að reyna yfirfara skjálfta og skrifa tilkynningar ef það er eitthvað að tilkynna um og svo passa að við sjáum eitthvað ef það byrjar einhvern tímann. Eða ekki,“ segir Bjarki. Ekki fólk á svæðinu núna Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa jafnframt staðið vaktina og fylgst með gangi mála á vettvangi í grennd við Keili í dag. „Við erum ekki með fólk á svæðinu núna. Það er búið að vera fólk á svæðinu frá okkur í kvöld og ég veit ekki allt saman sem þau eru búin að gera en þau eru alla veganna búin að setja upp nýja vefmyndavél við Hvassahraun sem bendir í suður, svo við getum séð eitthvað,“ segir Bjarki. „En það eru alla veganna allir á leiðinni heim eða komnir í bæinn.“ Bjarki kveðst ekki vita til þess hvort flogið hafi verið aftur yfir svæðið í kvöld til að kanna hvort eitthvað sé að sjá. „Þau flugu yfir með Gæslunni í eftirmiðdaginn en það hefur ekkert verið flogið með Gæslunni aftur í kvöld, og auðvitað heldur ekkert æðislegt veður yfir svæðinu þarna. En ég veit ekki hvort það standi til að fljúga yfir á morgun,“ segir Bjarki. Gögn úr gervitungli geta varpað ljósi á stöðuna Von var á gervitunglamynd í kvöld sem að fer í vinnslu í kvöld og í nótt og viðbúið að niðurstöður úr greiningu þeirra gagna liggi fyrir um hádegisbil á morgun. „Það fer allt eftir því hversu hratt þau geta unnið úr gögnunum,“ segir Bjarki. Spurður hvort skjálftavirknin sé eitthvað færast til á beltinu segir hann erfitt að segja til um það á þessari stundu. „Það eru sumir skjálftar sem eru í suður enda á þessu sprungukerfi sem við erum með en það eru ekkert svo margir svo það er erfitt að segja til um það að svo stöddu, hvort þeir eru að færast suðvestur eða ekki. En skjálftavirknin sem er þarna og er búin að vera síðustu daga, hún er alltaf að færast upp og niður meðfram þessari sprungu sem fer suðvestur af Keili. Ég held að það sé lítið búið að vera að hoppa austur eins og er, og lítið í nótt líka. Hún er aðallega búin að liggja á þessu svæði suðvestur af Keili,“ útskýrir Bjarki. Hann segir að yfirfara þurfi enn fleiri skjálfta til að geta sagt til um hvort virknin sé að færast meira til. Í öllu falli standa sérfræðingar Veðurstofunnar vaktina og senda frá sér tilkynningar jafnóðum ef eitthvað breytist.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Sjá meira