Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Eiður Þór Árnason skrifar 4. mars 2021 16:19 Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Landsréttar í málinu. Vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Málið hófst með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2016 sem komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum með því að rukka ótengda samkeppnisaðila hærra verð fyrir hrámjólk en tengd fyrirtæki. Var MS þá gert að greiða 480 milljónir í stjórnvaldssekt en MS kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi hana úr gildi að mestu leyti og lækkaði sekt MS niður í 40 milljóna króna stjórnvaldssekt. Bæði Samkeppniseftirlitið og MS höfðuðu í kjölfarið mál til ógildingar á úrskurði nefndarinnar sem voru sameinuð og tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar í Landsrétti. Landsréttur staðfesti í fyrra niðurstöðu héraðsdóms um brot MS gegn samkeppnislögum og var MS gert að greiða 480 milljóna króna sektina. Fyrirtækið áfrýjaði svo dómnum til Hæstaréttar. Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2012 þegar Mjólkursamsalan sendi óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af reikningnum að Mjólka greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú, en Mjólka var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS) sem átti 9,9 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Kaupfélagið keypti Mjólku árið 2009. Ekki rúmast innan búvörulaga Í dómi Hæstaréttar sem féll í dag var frávísunarkröfu MS hafnað og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að dómstólar hafi ekki farið út fyrir stjórnskipulegt hlutverk sitt samkvæmt 2. og 60. grein stjórnarskrárinnar með því að leggja á sekt í samkeppnismáli samhliða ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá taldi Hæstiréttur ljóst að markmið samkomulags MS og KS um framlegðar- og verkaskipti hefði ekki verið einskorðað við afkomuskiptingu vegna einstaka tegunda framleiðsluvara tengdum verkaskiptingunni heldur miðaði einnig að heildarjöfnun á hlutfallslegri framlegð í greininni óháð verkaskiptingu afurðastöðva. Var samkomulagið ekki talið geta rúmast innan heimilda búvörulaga og taldi Hæstiréttur engan vafa á því að MS hafi verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. MS talið sig starfa í samræmi við lög Fram kemur í tilkynningu frá MS að með dómnum sé leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga. „Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög.“ Þá segir að MS hafi átt von á því að Hæstiréttur myndi staðfesta niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hafi úrskurðað að starfshættir MS væru málefnalegir og samkvæmt lögum. „Þegar þetta mál kom upp fyrir tæpum áratug síðan var skipulagi og framkvæmd á samstarfi afurðastöðva í mjólkuriðnaði og sölu á hrámjólk til aðila utan samstarfsins breytt, til að mæta þeim athugasemdum og ábendingum sem komið höfðu fram. Dómsniðurstaðan snýr því að afmörkuðum ágreiningi um túlkun laga í liðnum tíma, en hefur ekki bein áhrif á starfsemina í dag,“ segir í tilkynningu frá MS. Veitt tengdum aðilum óeðlilegt forskot á markaði Fram kemur í dómi Hæstaréttar að MS hafi selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og að sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á mjólkurvörumarkaði. MS er því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Þá hafi sú mikla mismunun sem var á verðlagningu MS til ótengdra aðila og verði til eigin framleiðslu falið í sér alvarlegan og langvarandi verðþrýsting sem hafi einnig verið til þess fallinn að verja markaðsráðandi stöðu félagsins. Hæstiréttur taldi jafnframt að MS hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að leggja ekki fram áðurnefnt samkomulag sitt og KS við rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Hvað varðaði fjárhæð stjórnvaldssektarinnar vísaði Hæstiréttur til þess að brot MS hafi verið alvarlegt auk þess sem það hafi staðið lengi. Þá hafi í broti MS falist ítrekun á fyrra broti þótt að ekki hafi verið ákveðin sekt í fyrra málinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Málið hófst með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2016 sem komst að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum með því að rukka ótengda samkeppnisaðila hærra verð fyrir hrámjólk en tengd fyrirtæki. Var MS þá gert að greiða 480 milljónir í stjórnvaldssekt en MS kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi hana úr gildi að mestu leyti og lækkaði sekt MS niður í 40 milljóna króna stjórnvaldssekt. Bæði Samkeppniseftirlitið og MS höfðuðu í kjölfarið mál til ógildingar á úrskurði nefndarinnar sem voru sameinuð og tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðar í Landsrétti. Landsréttur staðfesti í fyrra niðurstöðu héraðsdóms um brot MS gegn samkeppnislögum og var MS gert að greiða 480 milljóna króna sektina. Fyrirtækið áfrýjaði svo dómnum til Hæstaréttar. Málið á rætur sínar að rekja aftur til ársins 2012 þegar Mjólkursamsalan sendi óvart reikning á Mjólkurbúið Kú vegna kaupa Mjólku ehf. á hrámjólk. Ljóst var af reikningnum að Mjólka greiddi mun lægra verð fyrir hrámjólkina en Mjólkurbúið Kú, en Mjólka var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS) sem átti 9,9 prósenta hlut í Mjólkursamsölunni. Kaupfélagið keypti Mjólku árið 2009. Ekki rúmast innan búvörulaga Í dómi Hæstaréttar sem féll í dag var frávísunarkröfu MS hafnað og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að dómstólar hafi ekki farið út fyrir stjórnskipulegt hlutverk sitt samkvæmt 2. og 60. grein stjórnarskrárinnar með því að leggja á sekt í samkeppnismáli samhliða ógildingu á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá taldi Hæstiréttur ljóst að markmið samkomulags MS og KS um framlegðar- og verkaskipti hefði ekki verið einskorðað við afkomuskiptingu vegna einstaka tegunda framleiðsluvara tengdum verkaskiptingunni heldur miðaði einnig að heildarjöfnun á hlutfallslegri framlegð í greininni óháð verkaskiptingu afurðastöðva. Var samkomulagið ekki talið geta rúmast innan heimilda búvörulaga og taldi Hæstiréttur engan vafa á því að MS hafi verið í markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. MS talið sig starfa í samræmi við lög Fram kemur í tilkynningu frá MS að með dómnum sé leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga. „Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög.“ Þá segir að MS hafi átt von á því að Hæstiréttur myndi staðfesta niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hafi úrskurðað að starfshættir MS væru málefnalegir og samkvæmt lögum. „Þegar þetta mál kom upp fyrir tæpum áratug síðan var skipulagi og framkvæmd á samstarfi afurðastöðva í mjólkuriðnaði og sölu á hrámjólk til aðila utan samstarfsins breytt, til að mæta þeim athugasemdum og ábendingum sem komið höfðu fram. Dómsniðurstaðan snýr því að afmörkuðum ágreiningi um túlkun laga í liðnum tíma, en hefur ekki bein áhrif á starfsemina í dag,“ segir í tilkynningu frá MS. Veitt tengdum aðilum óeðlilegt forskot á markaði Fram kemur í dómi Hæstaréttar að MS hafi selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og að sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á mjólkurvörumarkaði. MS er því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Þá hafi sú mikla mismunun sem var á verðlagningu MS til ótengdra aðila og verði til eigin framleiðslu falið í sér alvarlegan og langvarandi verðþrýsting sem hafi einnig verið til þess fallinn að verja markaðsráðandi stöðu félagsins. Hæstiréttur taldi jafnframt að MS hefði brotið gegn samkeppnislögum með því að leggja ekki fram áðurnefnt samkomulag sitt og KS við rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Hvað varðaði fjárhæð stjórnvaldssektarinnar vísaði Hæstiréttur til þess að brot MS hafi verið alvarlegt auk þess sem það hafi staðið lengi. Þá hafi í broti MS falist ítrekun á fyrra broti þótt að ekki hafi verið ákveðin sekt í fyrra málinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira