Er Íslandspóstur undanþeginn lögum? Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 5. mars 2021 13:00 Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarskipti Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun