Dæmi um að íbúar hafi leigt hótelherbergi yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 12:53 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. VÍSIR/EGILL Íbúar Grindavíkur leigðu sér hótelherbergi og sumarbústaði yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni sem ekkert lát virðist á að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Skjálftavirknin færðist í átt að Grindavík í nótt og fundu íbúar vel fyrir snörpum skjálftum. Jarðskjálftavirkni jókst umtalsvert í Fagradalsfjalli í gærkvöldi. Um klukkan 22 hófst óróapúls sem stóð yfir í um tuttugu mínútur og var í framhaldinu mikil virkni í nótt með snörpum skjálftum. Óróapúlsinn sem mældist í gærkvöld var minni en sá sem mældist þann þriðja mars. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð og reið hann yfir klukkan tvö um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar vaknaði við skjálftann í nótt. „Ég vaknaði upp við skjálftann sem var um klukkan tvö. Hann var mjög sterkur og upptökin nálægt okkur þannig að ég held að flestir hafi hrokkið upp við hann,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni Vísindaráð fundaði með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í nótt vegna skjálftanna. „Það var boðað til fundar að frumkvæði Almannavarna. Þar voru sérfræðingar frá Veðurstofunni sem voru aðallega að fara yfir og rýna í gögn um hvað væri á ferðinni. Þá kom í ljós að þetta voru taldar afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni en ekki tilfærslu á kviku og í því ljósi var ekki talin ástæða til sérstakra viðbragða af hálfu almannavarna,“ segir Fannar. Íbúar sækja í frið frá hrinunni Fannar segir óþægilegt eftir allan þennan tíma að ekkert lát skuli vera á skjálftahrinunni. „Í bili þá eru örugglega margir sem hafa notað tækifærið um helgina í fríinu og farið í sumarbústað. Einhverjir hafa verið að leigja sér hótelherbergi eða farið til ættingja að dreifa huganum. Ég veit ekki til þess að íbúar séu að flytja til burtu varanlega en örugglega vilja margir komast í annað umhverfi um helgina og líta aðeins upp frá þessu,“ segir Fannar. „Þetta er auðvitað mjög lýjandi eftir svona langan tíma að þetta skuli enn standa yfir og þess vegna er mikilvægt að fólk reyni að hlúa að sér og sínum og líka að halda sinni rútínu. Það er sérstaklega vont að vakna við svona skjálfta um miðja nótt í myrkri.“ Opið hús í dag Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla verður lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins að sögn Fannars. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og hægt verður að horfa á streymi á Youtube síðu Grindavíkurbæjar. Sýnt verður frá streyminu hér á Vísi. Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39 Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29 Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Jarðskjálftavirkni jókst umtalsvert í Fagradalsfjalli í gærkvöldi. Um klukkan 22 hófst óróapúls sem stóð yfir í um tuttugu mínútur og var í framhaldinu mikil virkni í nótt með snörpum skjálftum. Óróapúlsinn sem mældist í gærkvöld var minni en sá sem mældist þann þriðja mars. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð og reið hann yfir klukkan tvö um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar vaknaði við skjálftann í nótt. „Ég vaknaði upp við skjálftann sem var um klukkan tvö. Hann var mjög sterkur og upptökin nálægt okkur þannig að ég held að flestir hafi hrokkið upp við hann,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni Vísindaráð fundaði með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í nótt vegna skjálftanna. „Það var boðað til fundar að frumkvæði Almannavarna. Þar voru sérfræðingar frá Veðurstofunni sem voru aðallega að fara yfir og rýna í gögn um hvað væri á ferðinni. Þá kom í ljós að þetta voru taldar afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni en ekki tilfærslu á kviku og í því ljósi var ekki talin ástæða til sérstakra viðbragða af hálfu almannavarna,“ segir Fannar. Íbúar sækja í frið frá hrinunni Fannar segir óþægilegt eftir allan þennan tíma að ekkert lát skuli vera á skjálftahrinunni. „Í bili þá eru örugglega margir sem hafa notað tækifærið um helgina í fríinu og farið í sumarbústað. Einhverjir hafa verið að leigja sér hótelherbergi eða farið til ættingja að dreifa huganum. Ég veit ekki til þess að íbúar séu að flytja til burtu varanlega en örugglega vilja margir komast í annað umhverfi um helgina og líta aðeins upp frá þessu,“ segir Fannar. „Þetta er auðvitað mjög lýjandi eftir svona langan tíma að þetta skuli enn standa yfir og þess vegna er mikilvægt að fólk reyni að hlúa að sér og sínum og líka að halda sinni rútínu. Það er sérstaklega vont að vakna við svona skjálfta um miðja nótt í myrkri.“ Opið hús í dag Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla verður lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins að sögn Fannars. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og hægt verður að horfa á streymi á Youtube síðu Grindavíkurbæjar. Sýnt verður frá streyminu hér á Vísi. Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39 Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29 Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39
Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29
Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44