Fáum kraftmikla konu sem næsta formann VR Björk Guðjónsdóttir skrifar 7. mars 2021 19:01 Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar