Drögum línu í sandinn Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. mars 2021 09:30 Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Þann arð gætum við notað til að efla heilbrigðiskerfið og til innviðauppbyggingar um land allt. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það á stundum okkar mestu blessun. Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núverandi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórútgerða í samfélaginu. Slíkt ástand er ekki í hag almennings. Sjávarbyggðir bera kostnað Þó margt hafi tekist vel í sjávarútvegi hér á landi þá vantar enn nauðsynlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindarnýtingunni. Auðlindanýting er sjálfbær til lengri tíma ef hún leiðir til jafnvægis þriggja þátta; umhverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifaríkt skref frá sjónarhóli umhverfisáhrifa. Það olli hins vegar misrétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýliðun. Nokkrum árum síðar var framsal kvóta heimilað af efnahagslegum ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hefur hins vegar haft ákveðin neikvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur borið kostnaðinn við hagræðinguna en ágóðinn hefur að mestu runnið til einkaaðila. Réttlæti og nýliðun Spurningin sem við stjórnmálamenn verðum að svara er þessi: Hvernig getum við náð öllum þremur hliðum sjálfbærrar þróunar við nýtingu sjávarauðlindarinnar? Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur lengi talað fyrir útboði á aflaheimildum. Sú aðgerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögulega. Það hallar verulega á okkur eigendur auðlindarinnar og það mun ekki nást sátt um kerfið á meðan svo er. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verðið. Svigrúm innan kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu útboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref yfir tíma og ef rétt er á málum haldið leiðréttir útboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn. Rétt er að minna á að kvótaútboð á vegum einkaaðila í sjávarútvegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóðenda og verðið er því miður himinhátt, oftast vel yfir virði þorskafla. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið framboð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Hlutur sveitarfélaga Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbyggingar með hugviti heimamanna. Drögum línu í sandinn. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í landinu fengi notið arðsins af auðlindinni til uppbyggingar í sveitarfélögunum og til almennrar velferðar. Það er réttlátt. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Byggðamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái að njóta arðsins sem eign þess á fiskveiðiauðlindinni skapar og að þjóðin fái fullt verð fyrir veiðileyfin. Þann arð gætum við notað til að efla heilbrigðiskerfið og til innviðauppbyggingar um land allt. Við Íslendingar erum rík af auðlindum og teljum það á stundum okkar mestu blessun. Mörg lönd í sömu stöðu glíma við bölvun auðlindanna, spillinguna. Hér á landi birtist hún helst í því að stórútgerðir ausa fé í stjórnmálamenn og núverandi ríkisstjórnarflokka til að reyna að tryggja sérhagsmunina auk þess sem þær halda úti dagblaði sem talar þeirra máli. Auðlindin hefur verið að safnast á fárra hendur og dæmi eru um óeðlileg völd stórútgerða í samfélaginu. Slíkt ástand er ekki í hag almennings. Sjávarbyggðir bera kostnað Þó margt hafi tekist vel í sjávarútvegi hér á landi þá vantar enn nauðsynlegan þátt. Það vantar réttlætið og fullvissuna um að samfélagið allt njóti nægilega góðs af auðlindarnýtingunni. Auðlindanýting er sjálfbær til lengri tíma ef hún leiðir til jafnvægis þriggja þátta; umhverfisáhrifa, efnahagsáhrifa og samfélagsáhrifa. Við höfum nú þegar tekið tvö skref af þessum þremur við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á af umhverfisástæðum, til að vernda nytjastofnana og það var áhrifaríkt skref frá sjónarhóli umhverfisáhrifa. Það olli hins vegar misrétti milli kynslóða nýrra og eldri útgerðarmanna og hamlaði nýliðun. Nokkrum árum síðar var framsal kvóta heimilað af efnahagslegum ástæðum og það hefur leitt til hagræðingar í greininni. Sú aðgerð hefur hins vegar haft ákveðin neikvæð samfélagsleg áhrif. Með sölu kvóta er mögulegt að kippa í einni svipan stórum stoðum undan heilu byggðalögunum eins og dæmin sanna. Fólkið í sjávarbyggðunum hefur borið kostnaðinn við hagræðinguna en ágóðinn hefur að mestu runnið til einkaaðila. Réttlæti og nýliðun Spurningin sem við stjórnmálamenn verðum að svara er þessi: Hvernig getum við náð öllum þremur hliðum sjálfbærrar þróunar við nýtingu sjávarauðlindarinnar? Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands hefur lengi talað fyrir útboði á aflaheimildum. Sú aðgerð ein og sér færir samfélaginu réttlátari hlut í auðlindaarðinum og gerir nýliðun í greininni mögulega. Það hallar verulega á okkur eigendur auðlindarinnar og það mun ekki nást sátt um kerfið á meðan svo er. Til þess að ná sátt um hvernig veiðigjöld eru ákvörðuð og tryggja að auðlindinni sé ekki úthlutað á undirverði, liggur beinast við að nota markaðinn til að ákveða verðið. Svigrúm innan kerfisins verður meira með tilboðsmörkuðum sem veitir best reknu fyrirtækjunum aukin tækifæri hvort sem þau eru gömul eða ný. Í útfærslu útboðsleiðar er auðvelt að taka tillit til byggðasjónarmiða, koma í veg fyrir samþjöppun og virða sérstöðu minni útgerða. Mikilvægt er að taka viðráðanleg skref yfir tíma og ef rétt er á málum haldið leiðréttir útboðsleiðin óréttlætið sem felst í því að ávinningur af hagræðingu innan útgerðarinnar renni í vasa fárra en íbúar sjávarbyggða beri kostnaðinn. Rétt er að minna á að kvótaútboð á vegum einkaaðila í sjávarútvegi hefur verið heimilt í áratugi. Kvótinn þar er seldur hæstbjóðenda og verðið er því miður himinhátt, oftast vel yfir virði þorskafla. Ástæðan er fyrst og fremst mikil eftirspurn og lítið framboð og verðið svokallað jaðarverð. Uppboðsgjaldið á þessum markaði rennur allt í vasa kvótaþega en ekki til þjóðarinnar. Ef við bætum við það framboð er líklegt að nýliðar og kvótalitlar útgerðir geti fengið kvótann á mun lægra og réttlátara verði en nú býðst. Og afraksturinn rennur til þjóðarinnar. Hlutur sveitarfélaga Með því að sveitarfélög fái aukna hlutdeild í arðinum t.d. í gengum sóknaráætlun landshluta, gætum við styrkt stöðu þeirra til uppbyggingar með hugviti heimamanna. Drögum línu í sandinn. Útboð tryggir fullt verð fyrir sjávarauðlindina. Útgerðarmenn þyrftu þá ekki lengur að treysta á að stjórnmálamenn ákveði veiðigjald sem er þeim þóknanlegt. Þannig getum við náð nauðsynlegri sátt um sjávarútvegsmál. Fólkið í landinu fengi notið arðsins af auðlindinni til uppbyggingar í sveitarfélögunum og til almennrar velferðar. Það er réttlátt. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun