Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2021 12:31 Sunna Margrét Tryggvadóttir, Ronja litla og heimsmeistarinn Jarl Magnus Riiber. Instagram/@riiberjarl Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni. Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik. Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Miðillinn Akureyri.net fjallar um Íslandstengingu Riibers. Þar segir að Sunna, sem er 24 ára gömul, hafi flutt frá Akureyri með fjölskyldu sinni fyrir átta árum, til Lillehammer. Þar kynntist hún Riiber sem skömmu síðar var farinn að vinna verðlaun á heimsbikarmótum. Frá því í nóvember 2018 hefur hann svo haft algjöra yfirburði í sinni grein, norrænni tvíkeppni, þar sem keppt er í skíðagöngu og stökki. Sunna fékk Oslóarstrákinn Riiber til að flytja til Lilleström, þar sem þau hafa komið sér vel fyrir og notið sérstaklega mikils tíma saman síðasta árið, á tímum kórónuveirufaraldursins. Í norrænni tvíkeppni gildir samanlagður árangur í skíðastökki og skíðagöngu. Hér er Jarl Magnus Riiber í loftinu á HM í Oberstdorf í Þýskalandi.Getty/Vianney Thibaut „Við höfum séð meira af hvort öðru en nokkru sinni. Þetta tímabil hefur verið það einfaldasta í okkar sambúð. Hann hefur haft meiri tíma með mér og Ronju,“ sagði Sunna í viðtali við VG í Noregi eftir fyrri gullverðlaunin sem Riiber vann á HM. Hvíldarpúlsinn hár hjá Sunnu Riiber, sem er 23 ára, segist hafa átt í ákveðnu taugastríði áður en HM hófst og dreymt martraðir um að lenda í 5. sæti. Þá komu Sunna og Ronja til bjargar. „Ég hef fengið Sunnu til að senda mér margar myndir að heiman til að dreifa huganum aðeins frá stökkunum, því það getur tekið frá mér mikla orku að hugsa sífellt um þau. Maður spáir í alls konar smáatriðum og veltir fyrir sér öllu sem gæti komið upp á. Mig dreymdi martröð um að ég yrði í fimmta sæti, langt á eftir Þjóðverjunum,“ sagði Riiber við blaðamenn eftir að hafa landað heimsmeistaratitli. Sjálf var Sunna vel spennt þar sem hún fylgdist með framgöngu kærastans: „Þetta var spennandi og gaman að hann skyldi vinna. Hann er búinn að vera svolítið stressaður svo að ég var stressuð líka. Hvíldarpúlsinn var orðinn verulega hár hjá mér,“ sagði Sunna við VG. Riiber hefur unnið 34 heimsbikarmót á ferlinum og er sá þriðji sigursælasti í sögunni. Enginn Norðmaður hefur unnið fleiri heimsbikarmót og Riiber hefur eftir mótið í Þýskalandi unnið fern gullverðlaun á heimsmeistaramótum, einu minna en landi hans Bjarte Engen Vik.
Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti