Hjörtur Hermannsson er á mála hjá gulklædda Kaupmannahafnarliðinu en liðið vann meðal annars 2-1 sigur á grönnunum í FCK í Kaupmannahafnarslagnum um helgina.
💛 DERBY
— Brøndby IF (@BrondbyIF) March 7, 2021
💙 SEJR pic.twitter.com/AKeyfoeXHf
Jan Bech hefur verið duglegur að setja pening í félagið undanfarin ár, þar sem erfiðlega hefur gengið að reka félagið, en stuðningsmennirnir halda honum við efnið með SMS skilaboðum og tölvupóstum.
„Það er rosalegt hvað ég fæ mikið af skilaboðum og tölvupóstum eftir leiki. Nokkrum sinnum hefur verið skrifað: Takk fyrir að hafa eyðilagt fyrir mér helgina,“ sagði stjórnarformaðurinn í samtali við Politiken.
„Í önnur skipti er þetta öfgakenndara. Í Brøndby erum við með ábyrgðina á því hvort að fólk eigi góða viku fyrir höndum eða ekki.“
Stjórnarformaðurinn segir að stundum skrifist hann á við stuðningsmennina sem ákveða að senda honum skilaboð en skilaboðin eftir sigurleiki berast einnig.
„Stundum ræði ég við þá sem skrifa til mín. Þremur dögum síðar get ég fengið allt önnur skilaboð, ef við vinnum. Ef það væri ekki þessi áhugi og spenna í kringum Brøndby væri félagið ekki það sem það er í dag.“
Kapitel 2 i serien #BagomBrøndby er i dagens @politiken og ude digitalt. Interview med Jan Bech Andersen. Om at åbne for ny investor, at være fjende og frelser, Glencore, lære at være offentlig person, Oscar-sagen+ fremtidsplanerne i #Brøndbyhttps://t.co/VbcOuwNc3O #sldk #biffck pic.twitter.com/uSo4NKZg5s
— Søren Lissner (@Journalissner) March 7, 2021