Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 22:37 Viðtal Opruh við hjónin hefur vakið mikla athygli. Getty/Harpo Productions Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021 Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira