Svona gekk fyrsta flug Icelandair með Max vélinni eftir kyrrsetningu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Fyrsta áætlunarflug Max vélanna var flogið til Kaupmannahafnar í gær. Fyrsta áætlunarflug Boeing 737 Max vélar Icelandair var í gærmorgun en vélin fór til Kaupmannahafnar. Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi kynnti Sindri Sindrason sér vélina og fékk að vera um borð þegar starfsfólk Icelandair fór í útsýnisflug á laugardaginn. Vélintegundin hafði verið kyrrsett í tvö ár áður en hún fékk aftur leyfi til að fljúga á nýjan leik en tvö mannskæð flugslys urðu þess valdandi að lagfæra þurfti vélabúnað Max vélanna. Flugið á laugardaginn var um klukkustunda útsýnisflug með forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair. Aðeins máttu fimmtíu manns vera um borð í vélinni vegna ástandsins. „Þetta er frábær dagur. Í þessum mánuði erum við að taka tvær vélar í notkun og svo mun þeim fjölga eftir því sem líður nær að sumri,“ segir Ásgeir Gunnar Stefánsson aðstoðaryfirflugstjóri Icelandair. Tólf flugfélög í heiminum hafa þegar tekið Max vélarnar í rekstur á ný. Frá kyrrsetningu hafa verið farnar níu þúsund ferðir með 737 Max. „Þetta er stór dagur. Við erum bara virkilega ánægð að fá þessa vél aftur í rekstur. Við erum búnir að vera fljúga þessum vélum í prófunum undanfarið og erum bara mjög sáttir við allt,“ segir Kári Kárason flugstjóri hjá fyrirtækinu. Þetta var í raun fyrsta flug fyrirtækisins með Max vélinni þar sem full áhöfn var til staðar og farþegar. „Við erum með 43 farþega og svo erum við sex í áhöfn,“ segir Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir flugfreyja um borð. „Þetta er svona lokaundirbúningsflugið áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Það verða tólf Max vélar þegar við erum búin að fá þær allar afhentar. Þessar vélar munu skapa tækifæri í leiðakerfinu sem núverandi floti getur í rauninni ekki búið til. Bæði hvað varðar tíðni og nýja áfangastaði. Við trúum því fullum fetum að þetta muni gjörbylta okkar rekstri á jákvæðan máta,“ segir Bogi. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fréttir af flugi Ísland í dag Icelandair Boeing Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36 Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. 2. mars 2021 12:36
Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið. 14. febrúar 2021 21:36